Þvert nei við umsókn Grænlands Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 07:32 Grænlendingar eiga landslið en það fær ekki að keppa í neinum mótum á vegum FIFA eða álfusambanda á borð við UEFA eða CONCACAF. Instagram/@greenland_football Þrátt fyrir að vera í sams konar stöðu og Færeyingar, sem hluti af Danmörku, hafa Grænlendingar ekki mátt senda landslið í keppni á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting. Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar. Fótbolti Grænland Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar.
Fótbolti Grænland Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira