Mæta örmagna til leiks á HM félagsliða eftir langt og strembið tímabil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 23:33 Franska stórstjarnan Kylian Mbappé hefur komið við sögu í 62 leikjum á tímabilinu. Fari Real Madríd alla leið í úrslitaleik HM félagsliða gætu sjö leikir til viðbótar bæst við. Þá verður svo aðeins rétt rúmur mánuður í að næsta tímabil fari af stað. Alex Grimm/Getty Images Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða karla í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli. Nú má segja að mótið líkist alvöru stórmóti í fótbolta en það hefur vakið upp margar spurningar um álag á leikmenn í hæsta gæðaflokki. Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.) Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Vísir hefur fjallað nokkuð um mótið sem hefst þann 15. júní næstkomandi og fer fram í Bandaríkjunum. Margt við mótið hefur vakið athygli en undanfarin ár hefur HM félagsliða verið fámenn keppni sem er haldin milli jóla og nýárs. Í nýja fyrirkomulaginu eru hins vegar 32 lið sem taka þátt. Um er að ræða rjómann af knattspyrnuliðum heimsins svo að sjálfsögðu er þar að finna bestu lið Evrópu. Sem dæmi má nefna nýkrýnda Evrópumeistara París Saint-Germian ásamt liðum á borð við Inter, Manchester City, Real Madríd, Bayern München og þar fram eftir götunum. Mótið, og þá sérstaklega fyrirkomulagið, hefur verið á milli tannanna á fólki. Aðallega þar sem það þýðir að enn fleiri leiki fyrir leikmenn sem eru nú þegar á ystu nöf hvað varðar álag. Það er vissulega undir þeim félögum sem taka þátt komið hvaða leikmenn spila og gætu þau sent þá leikmenn sem virkilega þurfa á fríi að halda í sumarfrí. Að sama skapi hefðu sömu leikmenn getað tekið sér frí í landsleikjatörninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Komist félag í úrslit HM félagsliða þýðir það að leikmenn þess félags fara ekki í sumarfrí fyrr en 13. júlí næstkomandi. Venjulega væru leikmenn að skila sér úr sumarfrí ekki löngu síðar þar sem deildarkeppni á Englandi hefst þann 16. ágúst, degi síðar hefst La Liga á Spáni og fylgja stærstu deildir Evrópu þar á eftir. Það gæti því reynt þrautin þyngri fyrir stærstu lið Evrópu að gefa stærstu stjörnum sínum nægilegt frí en að sama skapi fá þær nægilega snemma til baka svo þær séu komnar í toppform þegar tímabilið 2025-26 hefst. Þá er stóra spurningin hvaða áhrif þetta hefur á komandi tímabil og HM landsliða næsta sumar. Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkrar af skærustu stjörnum Evrópu, hversu marga leiki og hversu margar mínútur þær hafa spilað á nýafstaðinni leiktíð. Ferðalög eru ekki tekin með en það er þó vitað að þau taka sinn toll. Kylian Mbappé, Real Madríd (26 ára) 56 leikir (4610 mínútur) fyrir Real Madríd 6 leikir (563 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 62 leikir (5173 mín.) Harry Kane, Bayern München (31 árs) 46 leikir (3582 mínútur) fyrir Bayern 8 leikir (617 mín.) fyrir England Samtals: 54 leikir (4199 mín.) Lautaro Martínez, Inter Milan (27 ára) 49 leikir (3733 mínútur) fyrir Inter Milan 6 leikir (418 mín.) fyrir Argentínu Samtals: 55 leikir (4151 mín.) Tók þátt í tveimur æfingaleikjum (123 mín.) og sex leikjum (221 mín.) í Suður-Ameríkukeppninni (Copa America) síðasta sumar. Erling Haaland, Manchester City (24 ára) 44 leikir (3786 mínútur) fyrir Manchester City 10 leikir (881 mín.) fyrir Noreg Samtals: 54 leikir (4667 mín.) Ousmane Dembélé, París Saint-Germain (28 ára) 49 leikir (3290 mínútur) fyrir PSG 7 leikir (540 mín.) fyrir Frakkland Samtals: 56 leikir (3830 mín.) Vitinha, PSG (25 ára) 52 leikir (3891 mínúta) fyrir PSG 8 leikir (654 mín) fyrir Portúgal Samtals: 60 leikir (4545 mín.)
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira