Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 10:47 Gianni Infantino sýnir Donald Trump gulllykilinn sem Bandaríkjaforseti fær að hafa í sínum fórum. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi. Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti