Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2025 08:51 Boeing 737 Max-þota Icelandair við nýju flugstöðina í Nuuk síðastliðinn mánudag. Icelandair Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq. Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Fyrsta ferðin á Max til Nuuk var farin síðastliðinn mánudag. Þetta þýðir aukið framboð sæta. Þotan tekur 160 farþega, ríflega fjórfalt fleiri en Dash 8 Q200-vélar félagsins, sem lengst af voru notaðar á flugleiðinni, en þær taka 37 farþega. Á móti kemur að tíðni ferða minnkar. Í stað fimm ferða á viku verða farnar tvær ferðir, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Slökkvilið Nuuk-flugvallar fagnaði fyrsta þotuflugi Icelandair með heiðursbunu.Icelandair „Áætlað er að sætaframboð aukist um 120% fyrir árið 2025. Þessi stækkun undirstrikar vaxandi áhuga á Grænlandi sem áfangastað,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Opnun nýrrar 2.200 metrar langrar flugbrautar í Nuuk í lok nóvember síðastliðinn er forsenda þess að hægt er að nýta þoturnar. Gamla flugbrautin var aðeins 950 metra löng og voru Q200 einu flugvélar Icelandair sem gátu lent þar, enda sérhannaðar fyrir stuttar brautir. Eftir að nýja brautin var opnuð hefur Icelandair einnig flogið 76-sæta Dash 8 Q400-vélum til Nuuk. Áhöfn Icelandair framan við þotuna Kjöl.Greenland Airports Þetta þýðir jafnframt að flugtíminn styttist niður í tvær klukkustundir á Boeing 737 max, sem flýgur á 840 kílómetra hraða. Q200-vélin á 490 kílómetra hraða er hins vegar þrjár og hálfa klukkustund á leiðinni. Q400 á 630 kílómetra hraða er þar á milli. Áhöfn Boeing max-þotu Icelandair á flugvellinum í Narsarsuaq síðastliðið sumar.Icelandair Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þotur eru nýttar í farþegaflugi milli Íslands og Grænlands. Í árdaga þotualdar Íslendinga hóf Flugfélag Íslands, forveri Icelandair, að fara á Boeing 727 til Narsarsuaq af og til en flugbrautin þar er 1.830 metra löng. Þá hóf Icelandair að nýta Boeing 737 Max í áætlunarflugi til Narsarsuaq síðastiðið sumar á móti Dash 8 Q400. Icelandair flýgur núna til fjögurra áfangastaða á Grænlandi; til Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq.
Grænland Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent