Ásthildur Lóa skammar þingheim Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 11:44 Ásthildur Lóa og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Ásthildur Lóa sagðist ekki hafa fylgst með á þeim tíma sem hún var frá þinginu, en svo kveikti hún á þingrásinni og henni ofbauð. vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins skammaði stjórnarandstöðuna í sinni fyrstu ræðu eftir hlé frá þingstörfum. Ásthildur Lóa var á mælendaskrá í dagskrárliðnum Störf þingsins en þetta er fyrsta ræða þingræða hennar eftir að hún tók sér hlé í kjölfar þess að hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. Hún notaði tækifærið og skammaði stjórnarandstöðuna. Ásthildur tók sæti á Alþingi á ný 26. maí en sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn eftir að greint hafi verið frá því að hún hefði eignast barn með sautján ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri. Daginn eftir var greint frá því á þingfundi að hún myndi ekki sinna þingstörfum á næstunni. „Ég hef yfirleitt frá því ég var kosin á þing verið stolt af því að vera alþingismaður, stolt af því trausti sem mér hefur verið sýnt af kjósendum hef bara verið stolt af störfum mínum og míns flokks í þinginu.“ Ásthildur Lóa tók sér stutt hlé en sagði þá það því miður svo að stjórnmálamenn njóti oft ekki trausts í samfélaginu. „Það er mjög miður því við erum að sinna mjög mikilvægum störfum. Og það skiptir máli að okkur sé treyst.“ En það sem fólk horfir til er framganga stjórnmálamanna og þar er pottur brotinn, að mati Ásthildar Lóu. Þingkonan sagði alla vita að hún hafi dregið sig frá þingstörfum í nokkrar vikur. Og fylgdist ekki mikið með. „En ég kveikti einn þriðjudag og horfði á þingið. Og mér bara ofbauð. Það fóru held ég tveir tímar í fundarstjórn, og svo sex tímar í umræðu um fríverslunarsamning við Tæland.“ Ásthildur Lóa sagði að þetta hefði fólk horft upp á ítrekað. Minnihlutar oft beiti oft því sem kallað er málþóf en er það bara til að tefja eða eru þar undir mál sem liggur fólki á hjarta? Ásthildur Lóa virtist vera komin úr æfingu í þingmennskunni því þarna var ræðutími hennar í þessum tiltekna dagskrárlið úti, hún sagðist hafa svo miklu meira að segja um þetta tiltekna efni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Ásthildur Lóa var á mælendaskrá í dagskrárliðnum Störf þingsins en þetta er fyrsta ræða þingræða hennar eftir að hún tók sér hlé í kjölfar þess að hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. Hún notaði tækifærið og skammaði stjórnarandstöðuna. Ásthildur tók sæti á Alþingi á ný 26. maí en sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn eftir að greint hafi verið frá því að hún hefði eignast barn með sautján ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri. Daginn eftir var greint frá því á þingfundi að hún myndi ekki sinna þingstörfum á næstunni. „Ég hef yfirleitt frá því ég var kosin á þing verið stolt af því að vera alþingismaður, stolt af því trausti sem mér hefur verið sýnt af kjósendum hef bara verið stolt af störfum mínum og míns flokks í þinginu.“ Ásthildur Lóa tók sér stutt hlé en sagði þá það því miður svo að stjórnmálamenn njóti oft ekki trausts í samfélaginu. „Það er mjög miður því við erum að sinna mjög mikilvægum störfum. Og það skiptir máli að okkur sé treyst.“ En það sem fólk horfir til er framganga stjórnmálamanna og þar er pottur brotinn, að mati Ásthildar Lóu. Þingkonan sagði alla vita að hún hafi dregið sig frá þingstörfum í nokkrar vikur. Og fylgdist ekki mikið með. „En ég kveikti einn þriðjudag og horfði á þingið. Og mér bara ofbauð. Það fóru held ég tveir tímar í fundarstjórn, og svo sex tímar í umræðu um fríverslunarsamning við Tæland.“ Ásthildur Lóa sagði að þetta hefði fólk horft upp á ítrekað. Minnihlutar oft beiti oft því sem kallað er málþóf en er það bara til að tefja eða eru þar undir mál sem liggur fólki á hjarta? Ásthildur Lóa virtist vera komin úr æfingu í þingmennskunni því þarna var ræðutími hennar í þessum tiltekna dagskrárlið úti, hún sagðist hafa svo miklu meira að segja um þetta tiltekna efni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira