Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 12:03 Graeme Souness var eitilharður á velli og spilandi þjálfari Rangers þegar 17 ára Arnar Grétarsson kom til skoska stórveldisins. Samsett/Getty/Timarit.is(DV) Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. „Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
„Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan.
Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17