Bras á breska Umbótaflokknum þrátt fyrir velgengnina Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 09:18 Zia Yusuf (t.h.) með Nigel Farage (t.v.) þegar allt lék í lyndi í febrúar. Yusuf sagði af sér sem formaður Umbótaflokksins í gær. Vísir/EPA Formaður breska Umbótaflokksins sagði skyndilega af sér í gær eftir deilur við nýjan þingmann flokksins um mögulegt búrkubann. Hann segist ekki lengur telja að tíma sínum sé vel varið í að reyna að koma Umbótaflokknum í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum. Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum.
Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira