Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 23:15 Ólafur Adolfsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur. Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur.
Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira