Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 15:24 Skjáskot úr myndbandi sem úkraínsk yfirvöld birtu í morgun af sprengingum undir brúnni. Úkraínska varnarmálaráðuneytið Úkraínsk yfirvöld segjast hafa gert sprengjuárás á brúna milli Rússlands og Krímskaga. Í tilkynningu frá þeim segir að ellefu hundruð kílóum af sprengjum hafi verið komið fyrir neðansjávar og þær hafi sprungið klukkan 5 að morgni á staðartíma. Fregnir hafa borist af áframhaldandi sprenginum í dag og lokað er fyrir umferð um brúna. Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira