Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 15:24 Skjáskot úr myndbandi sem úkraínsk yfirvöld birtu í morgun af sprengingum undir brúnni. Úkraínska varnarmálaráðuneytið Úkraínsk yfirvöld segjast hafa gert sprengjuárás á brúna milli Rússlands og Krímskaga. Í tilkynningu frá þeim segir að ellefu hundruð kílóum af sprengjum hafi verið komið fyrir neðansjávar og þær hafi sprungið klukkan 5 að morgni á staðartíma. Fregnir hafa borist af áframhaldandi sprenginum í dag og lokað er fyrir umferð um brúna. Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira