Segir „rasistum“ að leggja íslenska fánanum og fá sér sinn eigin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 11:40 Ása Berglind segir mótmælendum, sem hún telur rasista, að finna sér sinn eigin fána. Vísir/Anton/Viktor Freyr Þingmaður Samfylkingarinnar segir rasista hafa misnotað þjóðfána Íslendinga á mótmælum á Austurvelli um helgina. Hún hvetur mótmælendur til að fá sér sitt eigið merki, ef halda eigi fleiri mótmælafundi eins og þann sem fór fram á laugardag. Á laugardag var blásið til mótmæla af tveimur hópum. Annar hópurinn, sá sem Ása Berglind fjallar um, kom saman á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Hinn hópurinn kom saman til að mótmæla rasisma. Á einum tímapunkti kom til stimpinga milli einstaklinga sem tilheyrðu hvor sínum hópnum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sem situr á þingi fyrir Samfylkinguna, gerir mótmæli fyrrnefnda hópsins að umfjöllunarefni sínu í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. Greinin ber yfirskriftina „Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun“. Þar segir Ása að íslenski fáninn hafi verið áberandi á mótmælunum, „þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir“. Fréttastofa var á vettvangi á laugardag, en kvöldfrétt Stöðvar 2 um mótmælin má sjá hér að neðan: Hrætt fólk sem fái útrás með þessum hætti „Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi,“ skrifar Ása Berglind. Hún vilji hins vegar beina því til fólks sem vilji nýta tjáningarfrelsi sitt með þeim hætti sem hún lýsir, að hugleiða að búa sér til sérstakan fána. Íslenski fáninn sé ekki merki þess sem mótmælendur á laugardag hafi boðað. Tveir mismunandi hópar mótmælenda komu saman á Austurvelli á laugardag. Annar vildi breytta stefnu í útlendingamálum, en hinn vildi mótmæla rasisma.Vísir/Viktor Freyr „Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi.“ Fáninn tákni samstöðu þjóðar Ása Berglind segir að í sínum huga minni fáninn á formæður og forfeður þessa lands, sem hafi komið og numið landið. „Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn.“ Fáninn minni á sjálfstæðisbaráttu landsins, sem hafi verið háð með samtölum. Hann minni á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og baráttu kvenna fyrir því að standa jafnfætis körlum. Fáninn sé tákmynd þess að Ísland sé fyrirmynd annarra landa, sem eigi enn langt í land með jafnréttisvinnu. „Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi,“ skrifar Ása Berglind. Blandi ekki þjóðfána Íslendinga inn í málflutning sinn Þá minni fáninn á menningu landsins, tónlistarfólkið og rithöfundana, leikhús, þætti kvikmyndir, myndlist og afreksfólk Íslendinga í íþróttum. „Þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk.“ Ása Berglind klykkir svo út með umfjöllun um lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, og bendir á að samkvæmt 12. grein þeirra megi enginn óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Eins sé óheimilt að nota þjóðfánanna sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. „Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti.“ Reykjavík Innflytjendamál Samfylkingin Alþingi Íslenski fáninn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Á laugardag var blásið til mótmæla af tveimur hópum. Annar hópurinn, sá sem Ása Berglind fjallar um, kom saman á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Hinn hópurinn kom saman til að mótmæla rasisma. Á einum tímapunkti kom til stimpinga milli einstaklinga sem tilheyrðu hvor sínum hópnum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sem situr á þingi fyrir Samfylkinguna, gerir mótmæli fyrrnefnda hópsins að umfjöllunarefni sínu í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. Greinin ber yfirskriftina „Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun“. Þar segir Ása að íslenski fáninn hafi verið áberandi á mótmælunum, „þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir“. Fréttastofa var á vettvangi á laugardag, en kvöldfrétt Stöðvar 2 um mótmælin má sjá hér að neðan: Hrætt fólk sem fái útrás með þessum hætti „Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi,“ skrifar Ása Berglind. Hún vilji hins vegar beina því til fólks sem vilji nýta tjáningarfrelsi sitt með þeim hætti sem hún lýsir, að hugleiða að búa sér til sérstakan fána. Íslenski fáninn sé ekki merki þess sem mótmælendur á laugardag hafi boðað. Tveir mismunandi hópar mótmælenda komu saman á Austurvelli á laugardag. Annar vildi breytta stefnu í útlendingamálum, en hinn vildi mótmæla rasisma.Vísir/Viktor Freyr „Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi.“ Fáninn tákni samstöðu þjóðar Ása Berglind segir að í sínum huga minni fáninn á formæður og forfeður þessa lands, sem hafi komið og numið landið. „Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn.“ Fáninn minni á sjálfstæðisbaráttu landsins, sem hafi verið háð með samtölum. Hann minni á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og baráttu kvenna fyrir því að standa jafnfætis körlum. Fáninn sé tákmynd þess að Ísland sé fyrirmynd annarra landa, sem eigi enn langt í land með jafnréttisvinnu. „Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi,“ skrifar Ása Berglind. Blandi ekki þjóðfána Íslendinga inn í málflutning sinn Þá minni fáninn á menningu landsins, tónlistarfólkið og rithöfundana, leikhús, þætti kvikmyndir, myndlist og afreksfólk Íslendinga í íþróttum. „Þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk.“ Ása Berglind klykkir svo út með umfjöllun um lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, og bendir á að samkvæmt 12. grein þeirra megi enginn óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Eins sé óheimilt að nota þjóðfánanna sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. „Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti.“
Reykjavík Innflytjendamál Samfylkingin Alþingi Íslenski fáninn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira