Stefnir í metkjörsókn í pólsku forsetakosningunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 14:31 Kona greiðir atkvæði í Varsjá í dag. Vísir/AP Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag og stefnir í metkjörsókn í Póllandi. Sex kjörstaðir eru opnir á Íslandi. Þeir opnuðu klukkan sjö og eru opnir til klukkan 21 í kvöld. Kosið er á tveimur stöðum í Reykjavík, í Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri og á Vík. Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46