Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 07:23 Mjög fjölmennir tónleikar fóru fram í Laugardalshöll í gær á vegum þáttastjórnenda FM95Blö. Það eru Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, eða Gillz, og Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jrr. Vísir/Vilhelm Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels