Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 16:24 Hæstiréttur Bandaríkjanna. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. Dómarar á lægri stigum höfðu meinað Trump að svipta þetta fólk umræddri vernd. Um er að ræða rúmlega hálfa milljón manna en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómstóllinn heimilar Trump að svipta farandfólki vernd frá brottvísun. Stutt er síðan dómstóllinn heimilaði Trump að svipta um 350 þúsund manns frá Venesúela sambærilegri vernd, eins og fram kemur í grein Washington Post. Báðir hóparnir fengu vernd í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta. Forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað í gegnum árin boðið tilteknum hópum farand- og flóttafólks þessa vernd. Aðgerðir Bidens á þessu sviði voru þó umfangsmeiri en áður hefur þekkst. Um er að ræða skyndiúrskurð og verður málið tekið betur fyrir seinna meir. Þangað til verður Trump heimilt að svipta fólkið landvistarleyfi og vísa því úr landi. Lögmenn farandfólksins höfðu sagt að ákvörðun Trumps um að svipta þau vernd gegn brottvísun færi gegn lögum og væri handhófskennd og duttlungafull. Hæstiréttur færði ekki rök fyrir úrskurðinum, eins og algengt er með skyndiúrskurði en tveir dómarar birtu þó rök gegn úrskurðinum. Þær Ketanji Brown Jackson og Sonia Sotomayor skrifuðu að úrskurðurinn myndi hafa gífurleg áhrif á líf hundruð þúsunda og snúa lífum þeirra á hvolf áður en mál þeirra hafi verið tekin fyrir af kerfinu sem á að gera það. Frá því Trump tók við embætti forseta hafa dómarar ítrekað staðið í vegi hans og úrskurðað aðgerðir hans og brottvísanir ólöglegar. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Dómarar á lægri stigum höfðu meinað Trump að svipta þetta fólk umræddri vernd. Um er að ræða rúmlega hálfa milljón manna en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómstóllinn heimilar Trump að svipta farandfólki vernd frá brottvísun. Stutt er síðan dómstóllinn heimilaði Trump að svipta um 350 þúsund manns frá Venesúela sambærilegri vernd, eins og fram kemur í grein Washington Post. Báðir hóparnir fengu vernd í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta. Forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað í gegnum árin boðið tilteknum hópum farand- og flóttafólks þessa vernd. Aðgerðir Bidens á þessu sviði voru þó umfangsmeiri en áður hefur þekkst. Um er að ræða skyndiúrskurð og verður málið tekið betur fyrir seinna meir. Þangað til verður Trump heimilt að svipta fólkið landvistarleyfi og vísa því úr landi. Lögmenn farandfólksins höfðu sagt að ákvörðun Trumps um að svipta þau vernd gegn brottvísun færi gegn lögum og væri handhófskennd og duttlungafull. Hæstiréttur færði ekki rök fyrir úrskurðinum, eins og algengt er með skyndiúrskurði en tveir dómarar birtu þó rök gegn úrskurðinum. Þær Ketanji Brown Jackson og Sonia Sotomayor skrifuðu að úrskurðurinn myndi hafa gífurleg áhrif á líf hundruð þúsunda og snúa lífum þeirra á hvolf áður en mál þeirra hafi verið tekin fyrir af kerfinu sem á að gera það. Frá því Trump tók við embætti forseta hafa dómarar ítrekað staðið í vegi hans og úrskurðað aðgerðir hans og brottvísanir ólöglegar. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55
Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23