Palestína gæti komist á HM þrátt fyrir að vera ekki viðurkennt fullvalda ríki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2025 07:03 Byrjunarlið Palestínu í leik gegn Írak sem fram fór í Jórdaníu þar sem ekki er hægt að spila í Palestínu. Ameen Ahmed/Getty Images Landslið Palestínu í knattspyrnu á enn möguleika á að tryggja sér sæti á HM karla sem fram fer á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988 og í dag hafa alls 143 ríki – af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna – viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Vegna neitunarvalds Bandaríkjanna hafa Sameinuðu þjóðirnar hins vegar aldrei viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki. Blatter og Platini á ársþingi FIFA árið 2015.AP/Walter Bieri Þrátt fyrir það er Palestína með viðurkennt landslið í knattspyrnu karla. Það er að mestu Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins – að þakka. Árið 1999, stuttu eftir að vera kosinn forseti FIF, flaug hann til Rafah í Palestínu ásamt Michel Platini, fyrrverandi landsliðsmanni Frakklands og síðar meir forseta Knattspyrnusambands Evrópu, til að tilkynna að Palestína yrði eitt af aðildarríkjum FIFA. Blatter vonaðist til að þetta myndi ýta undir frið í álfunni. Óslóar-samkomulagið frá 1993 hafði lagt grunn að mögulegum frið og fullvalda ríki Palestínu. Slíkt ríki þyrfti viðurkennt landslið samkvæmt Blatter. Landsliðið var upphaflega byggt á leikmönnum frá Gaza og Vesturbakkanum en leitaði einnig út fyrir landssteinana að leikmönnum sem áttu rætur að rekja til Palestínu. Náðu ekki í lið Hugmyndin um frið entist ekki lengi og átti pólitík heimsins reglulega eftir að hafa áhrif á landslið Palestínu. Sjaldan meira en í undankeppninni fyrir HM í Þýskalandi árið 2006. Heimaleikir Palestínu þurftu að fara fram á hlutlausum völlum vegna ýmissa vandræða er kom að öryggi á leikjum Palestínu. Þar sem leikirnir fóru fram á hlutlausum völlum vantaði alla leikmenn liðsins frá Gaza þar sem Ísraelsher leyfði þeim ekki að yfirgefa Gaza. Það komu leikir þar sem þjálfarinn gat valla stillt upp 11 leikmönnum. Sama gerðist í undankeppninni fyrir HM í Suður-Afríku fjórum árum síðar þar sem Palestína þurfti að gefa leik gegn Singapúr þar sem það var ekki hægtað stilla upp nægilega mörgum leikmönnum til að leikurinn mætti fara fram. Þrátt fyrir þetta naut fótbolti mikilla vinsælda í Palestínu. Jibril Rajoub var kjörinn formaður knattspyrnusambands Palestínu. Rajoub hafði pólitísk tengsl og var um tíma öryggisráðgjafi Yasser Arafat sem hafði eytt 17 árum inn og út úr fangelsum Ísrael. Árið 2011 lék Palestína loks sinn fyrsta alvöru heimaleik í undankeppni HM. Sama ár var stofnuð karladeild og kvennalandslið sett á laggirnar. Á Vesturbakkanum blómstraði fótbolti en átti erfitt uppdráttar í Gaza þar sem Hamas var við völd. Hinir ýmsu knattspyrnuvellir voru sprengdir upp i árásum Ísrael sem sagði að vellirnir væru notaðir af Hamas til að skjóta flugskeytum yfir múrinn á Ísrael. FIFA ekki tjáð sig Undir lok árs 2023 hóf Palestína undankeppnina fyrir HM 2026. Það gerði landsliðið þrátt fyrir að Ísrael hefði hafið stríð í Palestínu eftir árás Hamas innan Ísrael þann 7. október sama ár. Árásin kostaði fjölda mannslífa og í kjölfarið réðst Ísraelsher af öllum þunga á Gaza. Þar er ómögulegt að spila knattspyrnu í dag enda borgin rústir einar. Knattspyrnusamband Palestínu hefur gefið út að yfir 270 knattspyrnumenn hafi verið drepnir síðan innrásin hófst, fjöldi þeirra var börn. Einnig hafa landsliðsmenn og margir úr starfsliði landsliðsins látist síðan innrásin hófst. The Athletic leitaðist við að fá komment frá FIFA um stöðu mála en sambandið var þögult sem gröfin. „Heimaleikir“ út um víðan völl Fyrsti „heimaleikur“ Palestínu í undankeppninni fyrir HM 2026 fór fram í Jórdaníu þar sem FIFA bannaði að leikir færu fram í Palestínu. „Hugur okkar er hjá fólki í Palestínu af því að á hverjum degi sjáum við hvað er að ske,“ sagði Rami Hamadi, markvörður liðsins, vegna þess sem var að ske á Gaza og Rafah. Til þessa í undankeppninni hefur Palestína spilað „heimaleiki“ í Kúveit, Malasíu, Katar og Jórdaníu. Þrátt fyrir allt er Palestína samt sem áður komin í 3. umferð undankeppninnar og á enn möguleika á að komast á HM þegar tveir leikir eru eftir. Palestína mætir Kúveit ytra og Óman á „heimavelli“ í Jórdaníu. Takist Palestínu að vinna báða leikina liggur leiðin í 4. umferð undankeppninnar þar sem sex lið berjast um sæti á HM á næsta ári. „Við hættum öllu, þar á meðal deildarkeppninni heima fyrir. Þrátt fyrir það höfum við gert allt í okkar valdi til að halda landsliðinu gangandi og halda því í undankeppni HM,“ sagði Rajoub í viðtali við Al Jazeera. Gangi allt upp og komist Palestína á HM væri það í fyrsta sinn í sögunni sem Palestína væri meðal þjóða á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988 og í dag hafa alls 143 ríki – af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna – viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Vegna neitunarvalds Bandaríkjanna hafa Sameinuðu þjóðirnar hins vegar aldrei viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki. Blatter og Platini á ársþingi FIFA árið 2015.AP/Walter Bieri Þrátt fyrir það er Palestína með viðurkennt landslið í knattspyrnu karla. Það er að mestu Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins – að þakka. Árið 1999, stuttu eftir að vera kosinn forseti FIF, flaug hann til Rafah í Palestínu ásamt Michel Platini, fyrrverandi landsliðsmanni Frakklands og síðar meir forseta Knattspyrnusambands Evrópu, til að tilkynna að Palestína yrði eitt af aðildarríkjum FIFA. Blatter vonaðist til að þetta myndi ýta undir frið í álfunni. Óslóar-samkomulagið frá 1993 hafði lagt grunn að mögulegum frið og fullvalda ríki Palestínu. Slíkt ríki þyrfti viðurkennt landslið samkvæmt Blatter. Landsliðið var upphaflega byggt á leikmönnum frá Gaza og Vesturbakkanum en leitaði einnig út fyrir landssteinana að leikmönnum sem áttu rætur að rekja til Palestínu. Náðu ekki í lið Hugmyndin um frið entist ekki lengi og átti pólitík heimsins reglulega eftir að hafa áhrif á landslið Palestínu. Sjaldan meira en í undankeppninni fyrir HM í Þýskalandi árið 2006. Heimaleikir Palestínu þurftu að fara fram á hlutlausum völlum vegna ýmissa vandræða er kom að öryggi á leikjum Palestínu. Þar sem leikirnir fóru fram á hlutlausum völlum vantaði alla leikmenn liðsins frá Gaza þar sem Ísraelsher leyfði þeim ekki að yfirgefa Gaza. Það komu leikir þar sem þjálfarinn gat valla stillt upp 11 leikmönnum. Sama gerðist í undankeppninni fyrir HM í Suður-Afríku fjórum árum síðar þar sem Palestína þurfti að gefa leik gegn Singapúr þar sem það var ekki hægtað stilla upp nægilega mörgum leikmönnum til að leikurinn mætti fara fram. Þrátt fyrir þetta naut fótbolti mikilla vinsælda í Palestínu. Jibril Rajoub var kjörinn formaður knattspyrnusambands Palestínu. Rajoub hafði pólitísk tengsl og var um tíma öryggisráðgjafi Yasser Arafat sem hafði eytt 17 árum inn og út úr fangelsum Ísrael. Árið 2011 lék Palestína loks sinn fyrsta alvöru heimaleik í undankeppni HM. Sama ár var stofnuð karladeild og kvennalandslið sett á laggirnar. Á Vesturbakkanum blómstraði fótbolti en átti erfitt uppdráttar í Gaza þar sem Hamas var við völd. Hinir ýmsu knattspyrnuvellir voru sprengdir upp i árásum Ísrael sem sagði að vellirnir væru notaðir af Hamas til að skjóta flugskeytum yfir múrinn á Ísrael. FIFA ekki tjáð sig Undir lok árs 2023 hóf Palestína undankeppnina fyrir HM 2026. Það gerði landsliðið þrátt fyrir að Ísrael hefði hafið stríð í Palestínu eftir árás Hamas innan Ísrael þann 7. október sama ár. Árásin kostaði fjölda mannslífa og í kjölfarið réðst Ísraelsher af öllum þunga á Gaza. Þar er ómögulegt að spila knattspyrnu í dag enda borgin rústir einar. Knattspyrnusamband Palestínu hefur gefið út að yfir 270 knattspyrnumenn hafi verið drepnir síðan innrásin hófst, fjöldi þeirra var börn. Einnig hafa landsliðsmenn og margir úr starfsliði landsliðsins látist síðan innrásin hófst. The Athletic leitaðist við að fá komment frá FIFA um stöðu mála en sambandið var þögult sem gröfin. „Heimaleikir“ út um víðan völl Fyrsti „heimaleikur“ Palestínu í undankeppninni fyrir HM 2026 fór fram í Jórdaníu þar sem FIFA bannaði að leikir færu fram í Palestínu. „Hugur okkar er hjá fólki í Palestínu af því að á hverjum degi sjáum við hvað er að ske,“ sagði Rami Hamadi, markvörður liðsins, vegna þess sem var að ske á Gaza og Rafah. Til þessa í undankeppninni hefur Palestína spilað „heimaleiki“ í Kúveit, Malasíu, Katar og Jórdaníu. Þrátt fyrir allt er Palestína samt sem áður komin í 3. umferð undankeppninnar og á enn möguleika á að komast á HM þegar tveir leikir eru eftir. Palestína mætir Kúveit ytra og Óman á „heimavelli“ í Jórdaníu. Takist Palestínu að vinna báða leikina liggur leiðin í 4. umferð undankeppninnar þar sem sex lið berjast um sæti á HM á næsta ári. „Við hættum öllu, þar á meðal deildarkeppninni heima fyrir. Þrátt fyrir það höfum við gert allt í okkar valdi til að halda landsliðinu gangandi og halda því í undankeppni HM,“ sagði Rajoub í viðtali við Al Jazeera. Gangi allt upp og komist Palestína á HM væri það í fyrsta sinn í sögunni sem Palestína væri meðal þjóða á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira