Palestína gæti komist á HM þrátt fyrir að vera ekki viðurkennt fullvalda ríki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2025 07:03 Byrjunarlið Palestínu í leik gegn Írak sem fram fór í Jórdaníu þar sem ekki er hægt að spila í Palestínu. Ameen Ahmed/Getty Images Landslið Palestínu í knattspyrnu á enn möguleika á að tryggja sér sæti á HM karla sem fram fer á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988 og í dag hafa alls 143 ríki – af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna – viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Vegna neitunarvalds Bandaríkjanna hafa Sameinuðu þjóðirnar hins vegar aldrei viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki. Blatter og Platini á ársþingi FIFA árið 2015.AP/Walter Bieri Þrátt fyrir það er Palestína með viðurkennt landslið í knattspyrnu karla. Það er að mestu Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins – að þakka. Árið 1999, stuttu eftir að vera kosinn forseti FIF, flaug hann til Rafah í Palestínu ásamt Michel Platini, fyrrverandi landsliðsmanni Frakklands og síðar meir forseta Knattspyrnusambands Evrópu, til að tilkynna að Palestína yrði eitt af aðildarríkjum FIFA. Blatter vonaðist til að þetta myndi ýta undir frið í álfunni. Óslóar-samkomulagið frá 1993 hafði lagt grunn að mögulegum frið og fullvalda ríki Palestínu. Slíkt ríki þyrfti viðurkennt landslið samkvæmt Blatter. Landsliðið var upphaflega byggt á leikmönnum frá Gaza og Vesturbakkanum en leitaði einnig út fyrir landssteinana að leikmönnum sem áttu rætur að rekja til Palestínu. Náðu ekki í lið Hugmyndin um frið entist ekki lengi og átti pólitík heimsins reglulega eftir að hafa áhrif á landslið Palestínu. Sjaldan meira en í undankeppninni fyrir HM í Þýskalandi árið 2006. Heimaleikir Palestínu þurftu að fara fram á hlutlausum völlum vegna ýmissa vandræða er kom að öryggi á leikjum Palestínu. Þar sem leikirnir fóru fram á hlutlausum völlum vantaði alla leikmenn liðsins frá Gaza þar sem Ísraelsher leyfði þeim ekki að yfirgefa Gaza. Það komu leikir þar sem þjálfarinn gat valla stillt upp 11 leikmönnum. Sama gerðist í undankeppninni fyrir HM í Suður-Afríku fjórum árum síðar þar sem Palestína þurfti að gefa leik gegn Singapúr þar sem það var ekki hægtað stilla upp nægilega mörgum leikmönnum til að leikurinn mætti fara fram. Þrátt fyrir þetta naut fótbolti mikilla vinsælda í Palestínu. Jibril Rajoub var kjörinn formaður knattspyrnusambands Palestínu. Rajoub hafði pólitísk tengsl og var um tíma öryggisráðgjafi Yasser Arafat sem hafði eytt 17 árum inn og út úr fangelsum Ísrael. Árið 2011 lék Palestína loks sinn fyrsta alvöru heimaleik í undankeppni HM. Sama ár var stofnuð karladeild og kvennalandslið sett á laggirnar. Á Vesturbakkanum blómstraði fótbolti en átti erfitt uppdráttar í Gaza þar sem Hamas var við völd. Hinir ýmsu knattspyrnuvellir voru sprengdir upp i árásum Ísrael sem sagði að vellirnir væru notaðir af Hamas til að skjóta flugskeytum yfir múrinn á Ísrael. FIFA ekki tjáð sig Undir lok árs 2023 hóf Palestína undankeppnina fyrir HM 2026. Það gerði landsliðið þrátt fyrir að Ísrael hefði hafið stríð í Palestínu eftir árás Hamas innan Ísrael þann 7. október sama ár. Árásin kostaði fjölda mannslífa og í kjölfarið réðst Ísraelsher af öllum þunga á Gaza. Þar er ómögulegt að spila knattspyrnu í dag enda borgin rústir einar. Knattspyrnusamband Palestínu hefur gefið út að yfir 270 knattspyrnumenn hafi verið drepnir síðan innrásin hófst, fjöldi þeirra var börn. Einnig hafa landsliðsmenn og margir úr starfsliði landsliðsins látist síðan innrásin hófst. The Athletic leitaðist við að fá komment frá FIFA um stöðu mála en sambandið var þögult sem gröfin. „Heimaleikir“ út um víðan völl Fyrsti „heimaleikur“ Palestínu í undankeppninni fyrir HM 2026 fór fram í Jórdaníu þar sem FIFA bannaði að leikir færu fram í Palestínu. „Hugur okkar er hjá fólki í Palestínu af því að á hverjum degi sjáum við hvað er að ske,“ sagði Rami Hamadi, markvörður liðsins, vegna þess sem var að ske á Gaza og Rafah. Til þessa í undankeppninni hefur Palestína spilað „heimaleiki“ í Kúveit, Malasíu, Katar og Jórdaníu. Þrátt fyrir allt er Palestína samt sem áður komin í 3. umferð undankeppninnar og á enn möguleika á að komast á HM þegar tveir leikir eru eftir. Palestína mætir Kúveit ytra og Óman á „heimavelli“ í Jórdaníu. Takist Palestínu að vinna báða leikina liggur leiðin í 4. umferð undankeppninnar þar sem sex lið berjast um sæti á HM á næsta ári. „Við hættum öllu, þar á meðal deildarkeppninni heima fyrir. Þrátt fyrir það höfum við gert allt í okkar valdi til að halda landsliðinu gangandi og halda því í undankeppni HM,“ sagði Rajoub í viðtali við Al Jazeera. Gangi allt upp og komist Palestína á HM væri það í fyrsta sinn í sögunni sem Palestína væri meðal þjóða á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988 og í dag hafa alls 143 ríki – af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna – viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Vegna neitunarvalds Bandaríkjanna hafa Sameinuðu þjóðirnar hins vegar aldrei viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki. Blatter og Platini á ársþingi FIFA árið 2015.AP/Walter Bieri Þrátt fyrir það er Palestína með viðurkennt landslið í knattspyrnu karla. Það er að mestu Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins – að þakka. Árið 1999, stuttu eftir að vera kosinn forseti FIF, flaug hann til Rafah í Palestínu ásamt Michel Platini, fyrrverandi landsliðsmanni Frakklands og síðar meir forseta Knattspyrnusambands Evrópu, til að tilkynna að Palestína yrði eitt af aðildarríkjum FIFA. Blatter vonaðist til að þetta myndi ýta undir frið í álfunni. Óslóar-samkomulagið frá 1993 hafði lagt grunn að mögulegum frið og fullvalda ríki Palestínu. Slíkt ríki þyrfti viðurkennt landslið samkvæmt Blatter. Landsliðið var upphaflega byggt á leikmönnum frá Gaza og Vesturbakkanum en leitaði einnig út fyrir landssteinana að leikmönnum sem áttu rætur að rekja til Palestínu. Náðu ekki í lið Hugmyndin um frið entist ekki lengi og átti pólitík heimsins reglulega eftir að hafa áhrif á landslið Palestínu. Sjaldan meira en í undankeppninni fyrir HM í Þýskalandi árið 2006. Heimaleikir Palestínu þurftu að fara fram á hlutlausum völlum vegna ýmissa vandræða er kom að öryggi á leikjum Palestínu. Þar sem leikirnir fóru fram á hlutlausum völlum vantaði alla leikmenn liðsins frá Gaza þar sem Ísraelsher leyfði þeim ekki að yfirgefa Gaza. Það komu leikir þar sem þjálfarinn gat valla stillt upp 11 leikmönnum. Sama gerðist í undankeppninni fyrir HM í Suður-Afríku fjórum árum síðar þar sem Palestína þurfti að gefa leik gegn Singapúr þar sem það var ekki hægtað stilla upp nægilega mörgum leikmönnum til að leikurinn mætti fara fram. Þrátt fyrir þetta naut fótbolti mikilla vinsælda í Palestínu. Jibril Rajoub var kjörinn formaður knattspyrnusambands Palestínu. Rajoub hafði pólitísk tengsl og var um tíma öryggisráðgjafi Yasser Arafat sem hafði eytt 17 árum inn og út úr fangelsum Ísrael. Árið 2011 lék Palestína loks sinn fyrsta alvöru heimaleik í undankeppni HM. Sama ár var stofnuð karladeild og kvennalandslið sett á laggirnar. Á Vesturbakkanum blómstraði fótbolti en átti erfitt uppdráttar í Gaza þar sem Hamas var við völd. Hinir ýmsu knattspyrnuvellir voru sprengdir upp i árásum Ísrael sem sagði að vellirnir væru notaðir af Hamas til að skjóta flugskeytum yfir múrinn á Ísrael. FIFA ekki tjáð sig Undir lok árs 2023 hóf Palestína undankeppnina fyrir HM 2026. Það gerði landsliðið þrátt fyrir að Ísrael hefði hafið stríð í Palestínu eftir árás Hamas innan Ísrael þann 7. október sama ár. Árásin kostaði fjölda mannslífa og í kjölfarið réðst Ísraelsher af öllum þunga á Gaza. Þar er ómögulegt að spila knattspyrnu í dag enda borgin rústir einar. Knattspyrnusamband Palestínu hefur gefið út að yfir 270 knattspyrnumenn hafi verið drepnir síðan innrásin hófst, fjöldi þeirra var börn. Einnig hafa landsliðsmenn og margir úr starfsliði landsliðsins látist síðan innrásin hófst. The Athletic leitaðist við að fá komment frá FIFA um stöðu mála en sambandið var þögult sem gröfin. „Heimaleikir“ út um víðan völl Fyrsti „heimaleikur“ Palestínu í undankeppninni fyrir HM 2026 fór fram í Jórdaníu þar sem FIFA bannaði að leikir færu fram í Palestínu. „Hugur okkar er hjá fólki í Palestínu af því að á hverjum degi sjáum við hvað er að ske,“ sagði Rami Hamadi, markvörður liðsins, vegna þess sem var að ske á Gaza og Rafah. Til þessa í undankeppninni hefur Palestína spilað „heimaleiki“ í Kúveit, Malasíu, Katar og Jórdaníu. Þrátt fyrir allt er Palestína samt sem áður komin í 3. umferð undankeppninnar og á enn möguleika á að komast á HM þegar tveir leikir eru eftir. Palestína mætir Kúveit ytra og Óman á „heimavelli“ í Jórdaníu. Takist Palestínu að vinna báða leikina liggur leiðin í 4. umferð undankeppninnar þar sem sex lið berjast um sæti á HM á næsta ári. „Við hættum öllu, þar á meðal deildarkeppninni heima fyrir. Þrátt fyrir það höfum við gert allt í okkar valdi til að halda landsliðinu gangandi og halda því í undankeppni HM,“ sagði Rajoub í viðtali við Al Jazeera. Gangi allt upp og komist Palestína á HM væri það í fyrsta sinn í sögunni sem Palestína væri meðal þjóða á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira