Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 11:45 Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd, telur áhyggjuefni að eingöngu helmingur svarenda hafi treyst íslenskum fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda þingkosninganna 2024. Vísir/Vilhelm Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira