Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 09:09 Frá kappræðum Stöðvar 2 fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Fjórðungur svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar sagðist hafa séð upplýsingafals í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Vísir Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir. Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir.
Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent