Allt farið í hund og kött á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 15:39 Minnihlutinn gekk hart fram og að dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem sagði á Sprengisandi minnihlutann stunda ómerkilega tafaleiki. Ríkisstjórnin sé með dagskrárvaldið. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu. Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent