„Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 22:32 Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks þar sem honum líður best, á rennisléttu gervigrasi Vísir/Pawel Breiðablik tapaði í kvöld gegn FH í áttundu umferð Bestu deildar karla. FH skoraði tvö mörk þrátt fyrir að Blikar héldu meira í boltann. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira