„Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 22:32 Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks þar sem honum líður best, á rennisléttu gervigrasi Vísir/Pawel Breiðablik tapaði í kvöld gegn FH í áttundu umferð Bestu deildar karla. FH skoraði tvö mörk þrátt fyrir að Blikar héldu meira í boltann. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira