Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 20:01 Magnús Skúlason arkitekt furðar sig á forljótum varðturnum. vísir/Lýður Valberg Arkitekt segir stærðarinnar varðturna í miðborginni vægast sagt hallærislega. Hann botnar ekkert í hönnuninni og segist aldrei hafa séð annað eins. Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“ Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira