Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 20:01 Magnús Skúlason arkitekt furðar sig á forljótum varðturnum. vísir/Lýður Valberg Arkitekt segir stærðarinnar varðturna í miðborginni vægast sagt hallærislega. Hann botnar ekkert í hönnuninni og segist aldrei hafa séð annað eins. Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“ Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira