Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 20:01 Magnús Skúlason arkitekt furðar sig á forljótum varðturnum. vísir/Lýður Valberg Arkitekt segir stærðarinnar varðturna í miðborginni vægast sagt hallærislega. Hann botnar ekkert í hönnuninni og segist aldrei hafa séð annað eins. Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“ Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira