Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 23:17 Ange Postecoglou lyftir Evrópudeildarbikarnum, fyrsta titli Spurs í sautján ár og fyrsta Evróputitli félagsins síðan 1984. Carl Recine/Getty Images Þjálfari sem stýrir liði sínu til síns fyrsta titils í sautján ár, og síns fyrsta Evróputitils síðan árið 1984, ætti að geta gengið að því vísu að halda vinnunni sinni í það minnsta fram á næsta tímabil. Eða hvað? Gríski Ástralinn Ange Postecoglou tókst það sem mönnum á borð við Antonio Conte, Jose Mourinho og Mauricio Pochettino mistókst. Að sækja titil í hvíta hluta Norður-Lundúna. Engan smá titil heldur. Að vinna Evrópudeildina er vissulega ekki jafn stórt afrek og að vinna Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina, en það verður ekki tekið af Ange og lærisveinum hans að þeir sóttu stóran titil í gær. Þetta var fyrsti titill liðsins síðan Jonathan Woodgate skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í framlengingu í úrslitum enska deildarbikarsins, sem þá hét Carling Cup, árið 2008. Og fyrsti Evróputitill félagsins síðan Arnór Guðjohnsen misnotaði vítaspyrnu fyrir Anderlecht í vítaspyrnukeppni í úrslitum Evrópubikarsins árið 1984. Það var því stór stund í sögu Tottenham þegar flautað var til leiksloka í Bilbao í gærkvöldi og langþráður titill fór á loft hjá félaginu. Þrátt fyrir það ríkir mikil óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóri Tottenham Hotspur, sem ekki vill lengur vera kallað Tottenham. Fær vænan bónus þrátt fyrir hörmulegt tímabil Ef horft er framhjá Evrópudeildinni hefur gengi Spurs á tímabilinu verið hreint út sagt afleitt. Liðið situr í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar aðeins ein umferð er eftir og tapleikirnir í deildinni eru 21 talsins á meðan liðið hefur aðeins unnið ellefu deildarleiki. Postecoglou, eða Stóri Ange, hefur því setið í ansi heitu stjórasæti undanfarna mánuði, en hefur fengið að halda starfi sínu á meðan liðið var enn í Evrópudeildinni. Hávær orðrómur var um það að Postecoglou yrði rekinn eftir tímabilið, sama hvort hann myndi skila titli eða ekki. Nú þegar tímabilið er í þann mund að renna sitt skeið velta því margir fyrir sér hvort gríski Ástralinn verði enn stjóri Spurs þegar næsta tímabil hefst. Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs, hefur verið duglegur við að skipta mönnum út undanfarin ár og nú gæti farið svo að enn verði breyting á. Hr. Levy þarf hins vegar að opna veskið áður en hann tekur í gikkinn, því með sigri gærkvöldsins tryggði Postecoglou sér bónus upp á tvær milljónir punda, eða um 346 milljónir króna. Seðlar þurrka tárin eins og einhver sagði einhverntíman. Eru með stjóra í sigtinu Þó enn eigi eftir að taka ákvörðun um það hvort ráðamönnum Spurs þyki Ange Postecoglou rétti maðurinn til að taka liðið lengra virðast þeir nú þegar vera búnir að setja saman lista af nöfnum sem þeim lýst vel á til að taka við keflinu. Samkvæmt heimildum BBC eru Spursarar með nokkra menn í sigtinu, á radarnum, eða hvernig sem fólk vill orða það. Meðal þeirra sem koma til greina sem arftaki Stóra Ange eru Thomas Frank, þjálfari Brentford, Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, Marco Silva, þjálfari Fulham, og Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace. Líkt og Ange Postecoglou skilaði Oliver Glasner sínu liði langþráðum titli. Sebastian Frej/Getty Images Hvað sem verður er ljóst að Stóri Ange verður alltaf með það á ferilskránni að hafa sótt Evróputitil sem þjálfari Tottenham Hotspur. Eitthvað sem heldur stærri nöfnum sem á undan honum komu tókst ekki. Þá er einnig ljóst að fullyrðing hans um að hann vinni ekki yfirleitt, heldur alltaf, eitthvað á sínu öðru tímabili heldur enn. Allavega í bili. Í september á síðasta ári leiðrétti Ange Postecoglou sjálfan sig og sagðist ekki yfirleitt, heldur alltaf, vinna titla á sínu öðru tímabili. Hann stóð heldur betur við stóru orðin.Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Gríski Ástralinn Ange Postecoglou tókst það sem mönnum á borð við Antonio Conte, Jose Mourinho og Mauricio Pochettino mistókst. Að sækja titil í hvíta hluta Norður-Lundúna. Engan smá titil heldur. Að vinna Evrópudeildina er vissulega ekki jafn stórt afrek og að vinna Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina, en það verður ekki tekið af Ange og lærisveinum hans að þeir sóttu stóran titil í gær. Þetta var fyrsti titill liðsins síðan Jonathan Woodgate skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í framlengingu í úrslitum enska deildarbikarsins, sem þá hét Carling Cup, árið 2008. Og fyrsti Evróputitill félagsins síðan Arnór Guðjohnsen misnotaði vítaspyrnu fyrir Anderlecht í vítaspyrnukeppni í úrslitum Evrópubikarsins árið 1984. Það var því stór stund í sögu Tottenham þegar flautað var til leiksloka í Bilbao í gærkvöldi og langþráður titill fór á loft hjá félaginu. Þrátt fyrir það ríkir mikil óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóri Tottenham Hotspur, sem ekki vill lengur vera kallað Tottenham. Fær vænan bónus þrátt fyrir hörmulegt tímabil Ef horft er framhjá Evrópudeildinni hefur gengi Spurs á tímabilinu verið hreint út sagt afleitt. Liðið situr í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar aðeins ein umferð er eftir og tapleikirnir í deildinni eru 21 talsins á meðan liðið hefur aðeins unnið ellefu deildarleiki. Postecoglou, eða Stóri Ange, hefur því setið í ansi heitu stjórasæti undanfarna mánuði, en hefur fengið að halda starfi sínu á meðan liðið var enn í Evrópudeildinni. Hávær orðrómur var um það að Postecoglou yrði rekinn eftir tímabilið, sama hvort hann myndi skila titli eða ekki. Nú þegar tímabilið er í þann mund að renna sitt skeið velta því margir fyrir sér hvort gríski Ástralinn verði enn stjóri Spurs þegar næsta tímabil hefst. Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs, hefur verið duglegur við að skipta mönnum út undanfarin ár og nú gæti farið svo að enn verði breyting á. Hr. Levy þarf hins vegar að opna veskið áður en hann tekur í gikkinn, því með sigri gærkvöldsins tryggði Postecoglou sér bónus upp á tvær milljónir punda, eða um 346 milljónir króna. Seðlar þurrka tárin eins og einhver sagði einhverntíman. Eru með stjóra í sigtinu Þó enn eigi eftir að taka ákvörðun um það hvort ráðamönnum Spurs þyki Ange Postecoglou rétti maðurinn til að taka liðið lengra virðast þeir nú þegar vera búnir að setja saman lista af nöfnum sem þeim lýst vel á til að taka við keflinu. Samkvæmt heimildum BBC eru Spursarar með nokkra menn í sigtinu, á radarnum, eða hvernig sem fólk vill orða það. Meðal þeirra sem koma til greina sem arftaki Stóra Ange eru Thomas Frank, þjálfari Brentford, Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, Marco Silva, þjálfari Fulham, og Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace. Líkt og Ange Postecoglou skilaði Oliver Glasner sínu liði langþráðum titli. Sebastian Frej/Getty Images Hvað sem verður er ljóst að Stóri Ange verður alltaf með það á ferilskránni að hafa sótt Evróputitil sem þjálfari Tottenham Hotspur. Eitthvað sem heldur stærri nöfnum sem á undan honum komu tókst ekki. Þá er einnig ljóst að fullyrðing hans um að hann vinni ekki yfirleitt, heldur alltaf, eitthvað á sínu öðru tímabili heldur enn. Allavega í bili. Í september á síðasta ári leiðrétti Ange Postecoglou sjálfan sig og sagðist ekki yfirleitt, heldur alltaf, vinna titla á sínu öðru tímabili. Hann stóð heldur betur við stóru orðin.Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira