Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 23:17 Ange Postecoglou lyftir Evrópudeildarbikarnum, fyrsta titli Spurs í sautján ár og fyrsta Evróputitli félagsins síðan 1984. Carl Recine/Getty Images Þjálfari sem stýrir liði sínu til síns fyrsta titils í sautján ár, og síns fyrsta Evróputitils síðan árið 1984, ætti að geta gengið að því vísu að halda vinnunni sinni í það minnsta fram á næsta tímabil. Eða hvað? Gríski Ástralinn Ange Postecoglou tókst það sem mönnum á borð við Antonio Conte, Jose Mourinho og Mauricio Pochettino mistókst. Að sækja titil í hvíta hluta Norður-Lundúna. Engan smá titil heldur. Að vinna Evrópudeildina er vissulega ekki jafn stórt afrek og að vinna Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina, en það verður ekki tekið af Ange og lærisveinum hans að þeir sóttu stóran titil í gær. Þetta var fyrsti titill liðsins síðan Jonathan Woodgate skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í framlengingu í úrslitum enska deildarbikarsins, sem þá hét Carling Cup, árið 2008. Og fyrsti Evróputitill félagsins síðan Arnór Guðjohnsen misnotaði vítaspyrnu fyrir Anderlecht í vítaspyrnukeppni í úrslitum Evrópubikarsins árið 1984. Það var því stór stund í sögu Tottenham þegar flautað var til leiksloka í Bilbao í gærkvöldi og langþráður titill fór á loft hjá félaginu. Þrátt fyrir það ríkir mikil óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóri Tottenham Hotspur, sem ekki vill lengur vera kallað Tottenham. Fær vænan bónus þrátt fyrir hörmulegt tímabil Ef horft er framhjá Evrópudeildinni hefur gengi Spurs á tímabilinu verið hreint út sagt afleitt. Liðið situr í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar aðeins ein umferð er eftir og tapleikirnir í deildinni eru 21 talsins á meðan liðið hefur aðeins unnið ellefu deildarleiki. Postecoglou, eða Stóri Ange, hefur því setið í ansi heitu stjórasæti undanfarna mánuði, en hefur fengið að halda starfi sínu á meðan liðið var enn í Evrópudeildinni. Hávær orðrómur var um það að Postecoglou yrði rekinn eftir tímabilið, sama hvort hann myndi skila titli eða ekki. Nú þegar tímabilið er í þann mund að renna sitt skeið velta því margir fyrir sér hvort gríski Ástralinn verði enn stjóri Spurs þegar næsta tímabil hefst. Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs, hefur verið duglegur við að skipta mönnum út undanfarin ár og nú gæti farið svo að enn verði breyting á. Hr. Levy þarf hins vegar að opna veskið áður en hann tekur í gikkinn, því með sigri gærkvöldsins tryggði Postecoglou sér bónus upp á tvær milljónir punda, eða um 346 milljónir króna. Seðlar þurrka tárin eins og einhver sagði einhverntíman. Eru með stjóra í sigtinu Þó enn eigi eftir að taka ákvörðun um það hvort ráðamönnum Spurs þyki Ange Postecoglou rétti maðurinn til að taka liðið lengra virðast þeir nú þegar vera búnir að setja saman lista af nöfnum sem þeim lýst vel á til að taka við keflinu. Samkvæmt heimildum BBC eru Spursarar með nokkra menn í sigtinu, á radarnum, eða hvernig sem fólk vill orða það. Meðal þeirra sem koma til greina sem arftaki Stóra Ange eru Thomas Frank, þjálfari Brentford, Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, Marco Silva, þjálfari Fulham, og Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace. Líkt og Ange Postecoglou skilaði Oliver Glasner sínu liði langþráðum titli. Sebastian Frej/Getty Images Hvað sem verður er ljóst að Stóri Ange verður alltaf með það á ferilskránni að hafa sótt Evróputitil sem þjálfari Tottenham Hotspur. Eitthvað sem heldur stærri nöfnum sem á undan honum komu tókst ekki. Þá er einnig ljóst að fullyrðing hans um að hann vinni ekki yfirleitt, heldur alltaf, eitthvað á sínu öðru tímabili heldur enn. Allavega í bili. Í september á síðasta ári leiðrétti Ange Postecoglou sjálfan sig og sagðist ekki yfirleitt, heldur alltaf, vinna titla á sínu öðru tímabili. Hann stóð heldur betur við stóru orðin.Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Sjá meira
Gríski Ástralinn Ange Postecoglou tókst það sem mönnum á borð við Antonio Conte, Jose Mourinho og Mauricio Pochettino mistókst. Að sækja titil í hvíta hluta Norður-Lundúna. Engan smá titil heldur. Að vinna Evrópudeildina er vissulega ekki jafn stórt afrek og að vinna Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina, en það verður ekki tekið af Ange og lærisveinum hans að þeir sóttu stóran titil í gær. Þetta var fyrsti titill liðsins síðan Jonathan Woodgate skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í framlengingu í úrslitum enska deildarbikarsins, sem þá hét Carling Cup, árið 2008. Og fyrsti Evróputitill félagsins síðan Arnór Guðjohnsen misnotaði vítaspyrnu fyrir Anderlecht í vítaspyrnukeppni í úrslitum Evrópubikarsins árið 1984. Það var því stór stund í sögu Tottenham þegar flautað var til leiksloka í Bilbao í gærkvöldi og langþráður titill fór á loft hjá félaginu. Þrátt fyrir það ríkir mikil óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóri Tottenham Hotspur, sem ekki vill lengur vera kallað Tottenham. Fær vænan bónus þrátt fyrir hörmulegt tímabil Ef horft er framhjá Evrópudeildinni hefur gengi Spurs á tímabilinu verið hreint út sagt afleitt. Liðið situr í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar aðeins ein umferð er eftir og tapleikirnir í deildinni eru 21 talsins á meðan liðið hefur aðeins unnið ellefu deildarleiki. Postecoglou, eða Stóri Ange, hefur því setið í ansi heitu stjórasæti undanfarna mánuði, en hefur fengið að halda starfi sínu á meðan liðið var enn í Evrópudeildinni. Hávær orðrómur var um það að Postecoglou yrði rekinn eftir tímabilið, sama hvort hann myndi skila titli eða ekki. Nú þegar tímabilið er í þann mund að renna sitt skeið velta því margir fyrir sér hvort gríski Ástralinn verði enn stjóri Spurs þegar næsta tímabil hefst. Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs, hefur verið duglegur við að skipta mönnum út undanfarin ár og nú gæti farið svo að enn verði breyting á. Hr. Levy þarf hins vegar að opna veskið áður en hann tekur í gikkinn, því með sigri gærkvöldsins tryggði Postecoglou sér bónus upp á tvær milljónir punda, eða um 346 milljónir króna. Seðlar þurrka tárin eins og einhver sagði einhverntíman. Eru með stjóra í sigtinu Þó enn eigi eftir að taka ákvörðun um það hvort ráðamönnum Spurs þyki Ange Postecoglou rétti maðurinn til að taka liðið lengra virðast þeir nú þegar vera búnir að setja saman lista af nöfnum sem þeim lýst vel á til að taka við keflinu. Samkvæmt heimildum BBC eru Spursarar með nokkra menn í sigtinu, á radarnum, eða hvernig sem fólk vill orða það. Meðal þeirra sem koma til greina sem arftaki Stóra Ange eru Thomas Frank, þjálfari Brentford, Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, Marco Silva, þjálfari Fulham, og Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace. Líkt og Ange Postecoglou skilaði Oliver Glasner sínu liði langþráðum titli. Sebastian Frej/Getty Images Hvað sem verður er ljóst að Stóri Ange verður alltaf með það á ferilskránni að hafa sótt Evróputitil sem þjálfari Tottenham Hotspur. Eitthvað sem heldur stærri nöfnum sem á undan honum komu tókst ekki. Þá er einnig ljóst að fullyrðing hans um að hann vinni ekki yfirleitt, heldur alltaf, eitthvað á sínu öðru tímabili heldur enn. Allavega í bili. Í september á síðasta ári leiðrétti Ange Postecoglou sjálfan sig og sagðist ekki yfirleitt, heldur alltaf, vinna titla á sínu öðru tímabili. Hann stóð heldur betur við stóru orðin.Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Sjá meira