Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2025 14:47 Grunaður árásarmaður var leiddur fyrir dómara um þrjúleytið í dag. Karlmaður á fimmtugsaldri sem var stunginn í Úlfarsárdal í Reykjavík í gær særðist alvarlega og lögreglu hefur ekki tekist að taka skýrslu af honum vegna málsins í dag. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann segir að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds á hendur grunuðum árásarmanni, sem er um fertugt, í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi samþykkt síðdegis að úrskurða manninn í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 29. maí. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ segir Ævar Pálmi. Lögreglan hefur í dag verið að safna saman gögnum og tekið skýrslur af vitnum. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar eru myndbönd sem hún fékk send sem eiga að varpa ljósi á atburðarrásina. Fréttastofa birti í gær þetta myndband sem er af vettvangi. Á myndbandinu virðist sjálf árásin hafa verið tekin upp í fjarlægð. Atvikin sem sjást eiga sér stað utandyra í Úlfarsárdal. Þar má sjá einn mann, sem virðist halda á einhverju sem gæti verið hnífur eða annars konar stunguvopn, hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Jafnframt sést hann reyna að koma sér undan, en svo virðist sem bílstjóri jepplings hafi reynt að stöðva hann með akstri sínum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:32 eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu um að fallist hefði verið á gæsluvarðhaldið. Lögreglumál Reykjavík Stunguárás í Úlfarsárdal Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann segir að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds á hendur grunuðum árásarmanni, sem er um fertugt, í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi samþykkt síðdegis að úrskurða manninn í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 29. maí. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ segir Ævar Pálmi. Lögreglan hefur í dag verið að safna saman gögnum og tekið skýrslur af vitnum. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar eru myndbönd sem hún fékk send sem eiga að varpa ljósi á atburðarrásina. Fréttastofa birti í gær þetta myndband sem er af vettvangi. Á myndbandinu virðist sjálf árásin hafa verið tekin upp í fjarlægð. Atvikin sem sjást eiga sér stað utandyra í Úlfarsárdal. Þar má sjá einn mann, sem virðist halda á einhverju sem gæti verið hnífur eða annars konar stunguvopn, hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Jafnframt sést hann reyna að koma sér undan, en svo virðist sem bílstjóri jepplings hafi reynt að stöðva hann með akstri sínum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:32 eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu um að fallist hefði verið á gæsluvarðhaldið.
Lögreglumál Reykjavík Stunguárás í Úlfarsárdal Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira