Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:13 Sæbrautin mun hverfa undir jörð á næstu árum. Vísir/Vilhelm Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32
Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21