Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 10:03 Íbúar við Þrándheimsfjörð virða fyrir sér flutnigaskipið sem strandaði við hliðina á húsi í morgun. Vísir/EPA Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna. Noregur Skipaflutningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna.
Noregur Skipaflutningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira