Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 21:32 Tölvuþrjótarnir í Fancy bear hafa verið mjög virkir á Vesturlöndum um árabil. Getty Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Talið er að þeir hafi getað notað um tíu þúsund myndavélar á landamærum Úkraínu, við herstöðvar og lestarstöðvar og umferðarmyndavélar til að vakta hergagnaflutninga. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá yfirvöldum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi segir að árásir þessar hafi að mestu verið gerðar af hópi tölvuþrjóta á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) sem gengur undir nafninu Unit 26165, eða Fancy bear. Hópurinn hefur um árabil verið sakaður um tölvuárásir á Vesturlöndum. Þar á meðal eru árásir á þýska þingið árið 2015, landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016 og voru þeir einnig sakaðir um að reyna að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum um þróun bóluefna gegn Covid. Eftir innrásina og eftir að rússneski herinn náði ekki „markmiðum sínum“ munu tölvuþrjótar hópsins hafa byrjað að leggja meiri áherslu á hergagnaframleiðendur, innviði, tæknifyrirtæki, opinberar stofnanir og ýmsa aðra aðila sem koma að áðurnefndi aðstoð. Þessar árásir hafa verið gerðar víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. BBC hefur eftir yfirmanni tölvuvarna hjá Google að allir þeir sem koma með nokkrum hætti að aðstoðinni við Úkraínumenn eigi að líta svo á að þeir séu skotmörk rússneskra tölvuþrjóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Talið er að þeir hafi getað notað um tíu þúsund myndavélar á landamærum Úkraínu, við herstöðvar og lestarstöðvar og umferðarmyndavélar til að vakta hergagnaflutninga. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá yfirvöldum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi segir að árásir þessar hafi að mestu verið gerðar af hópi tölvuþrjóta á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) sem gengur undir nafninu Unit 26165, eða Fancy bear. Hópurinn hefur um árabil verið sakaður um tölvuárásir á Vesturlöndum. Þar á meðal eru árásir á þýska þingið árið 2015, landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016 og voru þeir einnig sakaðir um að reyna að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum um þróun bóluefna gegn Covid. Eftir innrásina og eftir að rússneski herinn náði ekki „markmiðum sínum“ munu tölvuþrjótar hópsins hafa byrjað að leggja meiri áherslu á hergagnaframleiðendur, innviði, tæknifyrirtæki, opinberar stofnanir og ýmsa aðra aðila sem koma að áðurnefndi aðstoð. Þessar árásir hafa verið gerðar víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. BBC hefur eftir yfirmanni tölvuvarna hjá Google að allir þeir sem koma með nokkrum hætti að aðstoðinni við Úkraínumenn eigi að líta svo á að þeir séu skotmörk rússneskra tölvuþrjóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01
Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37
Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54
Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48