Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 21:32 Tölvuþrjótarnir í Fancy bear hafa verið mjög virkir á Vesturlöndum um árabil. Getty Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Talið er að þeir hafi getað notað um tíu þúsund myndavélar á landamærum Úkraínu, við herstöðvar og lestarstöðvar og umferðarmyndavélar til að vakta hergagnaflutninga. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá yfirvöldum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi segir að árásir þessar hafi að mestu verið gerðar af hópi tölvuþrjóta á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) sem gengur undir nafninu Unit 26165, eða Fancy bear. Hópurinn hefur um árabil verið sakaður um tölvuárásir á Vesturlöndum. Þar á meðal eru árásir á þýska þingið árið 2015, landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016 og voru þeir einnig sakaðir um að reyna að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum um þróun bóluefna gegn Covid. Eftir innrásina og eftir að rússneski herinn náði ekki „markmiðum sínum“ munu tölvuþrjótar hópsins hafa byrjað að leggja meiri áherslu á hergagnaframleiðendur, innviði, tæknifyrirtæki, opinberar stofnanir og ýmsa aðra aðila sem koma að áðurnefndi aðstoð. Þessar árásir hafa verið gerðar víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. BBC hefur eftir yfirmanni tölvuvarna hjá Google að allir þeir sem koma með nokkrum hætti að aðstoðinni við Úkraínumenn eigi að líta svo á að þeir séu skotmörk rússneskra tölvuþrjóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Talið er að þeir hafi getað notað um tíu þúsund myndavélar á landamærum Úkraínu, við herstöðvar og lestarstöðvar og umferðarmyndavélar til að vakta hergagnaflutninga. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá yfirvöldum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi segir að árásir þessar hafi að mestu verið gerðar af hópi tölvuþrjóta á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) sem gengur undir nafninu Unit 26165, eða Fancy bear. Hópurinn hefur um árabil verið sakaður um tölvuárásir á Vesturlöndum. Þar á meðal eru árásir á þýska þingið árið 2015, landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016 og voru þeir einnig sakaðir um að reyna að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum um þróun bóluefna gegn Covid. Eftir innrásina og eftir að rússneski herinn náði ekki „markmiðum sínum“ munu tölvuþrjótar hópsins hafa byrjað að leggja meiri áherslu á hergagnaframleiðendur, innviði, tæknifyrirtæki, opinberar stofnanir og ýmsa aðra aðila sem koma að áðurnefndi aðstoð. Þessar árásir hafa verið gerðar víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. BBC hefur eftir yfirmanni tölvuvarna hjá Google að allir þeir sem koma með nokkrum hætti að aðstoðinni við Úkraínumenn eigi að líta svo á að þeir séu skotmörk rússneskra tölvuþrjóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. 14. maí 2020 08:01
Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37
Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5. janúar 2020 17:54
Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48