Samhjálp í kapphlaupi við tímann Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 10:11 Guðrún Ágústa segist orðin stressuð en er þó vongóð um að nýtt húsnæði finnist. Aðsend og Vísir/Vilhelm Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent