Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. mars 2022 21:01 Hin ónýttu herbergi á háskólasvæðinu munu nýtast flóttamönnunum vel. Þau hafa lítið verið notuð síðustu árin. vísir/sigurjón Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira