„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2025 07:02 Amorim veit að sama hvað gerist í kvöld þá verður næsta tímabil enginn dans á rósum. EPA-EFE/GARY OAKLEY Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti