„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2025 07:02 Amorim veit að sama hvað gerist í kvöld þá verður næsta tímabil enginn dans á rósum. EPA-EFE/GARY OAKLEY Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og situr liðið í 16. sæti, eitthvað sem þekktist ekki hér á árum áður. Þó gengið hafi oft á tíðum verið lélegt á undanförnum árum hefur það aldrei verið svona slakt. Það var meðal þess sem Amorim ræddi á blaðamannafundi sínum. „Við þurfum að vera spenntir og fullir sjálfstraust en við vitum af vandamálunum. Það er mikið af hlutum sem þarf að laga í félaginu okkar. Hvernig við gerum hlutina viku frá viku á Carrington-æfingasvæðinu, leikmannakaup, akademían, það er margt sem ég tel að þurfi að laga.“ „Það er erfitt að benda á einn hlut og að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál.“ „Það eru stærri hlutir sem þarf að díla við ætli þetta félag sér aftur á toppinn. Á morgun er mikilvægur dagur fyrir okkur, fyrir stuðningsfólk okkar. Sigurtilfinningin getur hjálpað okkur að framkvæmda alla þá vinnu sem við þurfum að framkvæmda. Við þurfum að gera margt í okkar félagi, að vinna úrslitaleikinn er ekki nóg.“ „Ég veit að fyrir fólki er þetta skrítið þar sem þjálfarar hér hafa tapað leikjum og verið reknir, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Amorim og átti þar við að hann væri enn í starfi eftir slakan árangur síðan hann tók við fyrr á leiktíðinni. „Ég tel að fólk sjái hvað við erum að reyna gera. Ég tel að fólk sjái að ég er frekar að hugsa um félagið heldur en sjálfan mig. Stjórnin sérstaklega skilur að við erum að glíma við mörg vandamál sem gerir okkur erfitt fyrir.“ „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra það. Ég mun reyna að sýna mig og sanna fyrir stuðningsfólkinu og fyrir stjórninni en sem stendur á ég enga útskýringu fyrir ykkur. Á endanum mun koma sá tími þar sem við þurfum að vinna sama hvað.“ Úrslitaleikur Man United og Tottenham Hotspur hefst klukkan 19.00 í dag og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira