Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2025 12:40 Ferðamanni hjálpað yfir í björungarbát í Ísafjarðardjúpi. Landsbjörg Hættu hefur verið afstýrt eftir að farþegabátur með 49 manns um borð tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi á tólfta tímanum í dag. Farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn úr skemmtiferðaskipi sem liggur við höfn á Ísafirði. Farþegar voru fluttir yfir í skip björgunarsveitanna fyrir vestan að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarskipin Svanur frá Súðavík, Gísli Jóns og Kobbi Láka voru kölluð á vettvang og tóku þátt í aðgerðum. Landsbjörg Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar voru þegar kallaðir út. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór voru einnig send til aðstoðar, ásamt sjóbjörgunarsveitum á Vestfjörðum. Landsbjörg Báturinn, sem sigldi frá Ísafirði í morgun, er nú laus og líklegt að hann verði dreginn til hafnar á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum voru 47 farþegar og tveir í áhöfn. Þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli var einnig nærri. Landsbjörg Henný Þrastardóttir, einn eigenda Sjóferða ehf., segir að bátur frá þeirra fyrirtæki hafi komið strax á vettvang til aðstoðar, þó að báturinn sem lenti í vandræðum sé ekki á þeirra vegum. Landsbjörg Til stendur að taka á móti farþegunum í höfn á Ísafirði samkvæmt skipulagi almannavarna. Landsbjörg Á laugardag var einmitt æfð sams konar hópslysaaðgerð í Ísafjarðardjúpi. Að sögn lögreglu tókst sú æfing vel og sömu viðbragðsaðilar komu nú að raunverulegum aðstæðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbjörg Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira
Farþegar voru fluttir yfir í skip björgunarsveitanna fyrir vestan að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarskipin Svanur frá Súðavík, Gísli Jóns og Kobbi Láka voru kölluð á vettvang og tóku þátt í aðgerðum. Landsbjörg Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar voru þegar kallaðir út. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór voru einnig send til aðstoðar, ásamt sjóbjörgunarsveitum á Vestfjörðum. Landsbjörg Báturinn, sem sigldi frá Ísafirði í morgun, er nú laus og líklegt að hann verði dreginn til hafnar á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum voru 47 farþegar og tveir í áhöfn. Þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli var einnig nærri. Landsbjörg Henný Þrastardóttir, einn eigenda Sjóferða ehf., segir að bátur frá þeirra fyrirtæki hafi komið strax á vettvang til aðstoðar, þó að báturinn sem lenti í vandræðum sé ekki á þeirra vegum. Landsbjörg Til stendur að taka á móti farþegunum í höfn á Ísafirði samkvæmt skipulagi almannavarna. Landsbjörg Á laugardag var einmitt æfð sams konar hópslysaaðgerð í Ísafjarðardjúpi. Að sögn lögreglu tókst sú æfing vel og sömu viðbragðsaðilar komu nú að raunverulegum aðstæðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbjörg
Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira