Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. maí 2025 22:44 Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili. Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira