Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 10:31 Saga segir skýr merki um misnotkun innan vistráðningakerfisins. Vísir/Einar Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það. Saga var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni og vísað til þess að nýlega hefur verið fjallað um vistráðningakerfið í tveimur þáttum fréttaskýringaþáttarins Þetta helst á RÚV. Auk þess var nýlega voru frumsýnd þáttaröðin Reservatet á Netflix um au pair frá Filippseyjum sem hverfur. Saga segir verkalýðshreyfinguna ekki hafa mikla aðkomu að málum au pair-a á Íslandi. Þær komi hingað til að vinna en standi utan íslensks vinnumarkaðar og stéttarfélaga. Það sem hún viti um kerfið hafi hún frá persónulegri frásögn einnar, svörum við fyrirspurnum og almennri umræðu á samfélagsmiðlum um það hvernig fólk umgangist kerfið. Miðað við þá umræðu megi áætla að það líðist misnotkun innan kerfisins. „Sérstaklega varðandi vinnutíma. Þær au pair sem koma hingað frá löndum utan Evrópu mega í raun ekki vinna á Íslandi,“ segir Saga. Þær fái dvalarleyfi en au pair se ekki skilgreind sem vinna. Tilgangurinn sé að leyfa ungu fólki að kynnast menningunni eða læra nýtt tungumál og þess vegna sé þetta ekki skilgreint sem vinna. Það sem hún sjái og heyri sé þó að þær séu sannarlega að vinna. Þessar ungu konur séu au pair á einu heimili og jafnvel að þrífa og gæta barna á öðru heimili. Fólk auglýsi eftir aðstoð og spyrji jafnvel fólk hvort þeirra au pair vilji aukavinnu á daginn. Það séu mörg dæmi um það og svo dæmi um að tvær fjölskyldur deildu einni au pair. Þá gisti konan eina viku á einu heimili og aðra vikuna á hinu. Skýr dæmi um að kerfið sé misnotað „Þetta eru allt dæmi um að það sé verið að misnota kerfið,“ segir Saga. Það sé skýrt í reglum að au pair eigi ekki að vinna utan heimilisins og að þær eigi aðeins að sinna léttum heimilisstörfum og barnagæslu. Að hámarki megi þær vinna 30 klukkustundir á viku. Saga segir erfitt að hafa eftirlit með þessu því konurnar séu inni á heimilum fólks. Útlendingastofnun hafi hlutverk og eigi að hafa eftirlit með kjörum þeirra. Þau fylgi eftir ábendingum sem þau fá en oft séu þær nafnlausar og þá geti þau ekki fylgt þeim eftir. „En af því að það er ekkert reglulegt eftirlit þá vitum við að við erum ekkert að sjá nema toppinn á ísjakanum,“ segir Saga. Það sé búið að byggja hér upp umgjörð og reglur á vinnumarkaði sem eigi að tryggja öllu launafólki rétt og vernd en svo standi þetta utan þess. Hún segir að ef það eigi að gera fólki til dæmis frá Filippseyjum að koma hingað til að vinna verði að gera það í gegnum atvinnuleyfakerfið, ekki í gegnum kerfi sem er byggt upp fyrir eitthvað allt annað. Leiti sér ekki aðstoðar Saga segir fulla ástæðu til að áætla að þessar ungu konur hiki við að leita sér aðstoðar sé ekki allt með felldu á heimilinu sem þær vinni á. Það sé ekki hlaupið að því að fá starfsleyfi og líklegra að þeim yrði vísað úr landi. Það sé jafnvel notað gegn þeim. Saga segir hægt að bera þetta kerfi saman við vinnukonukerfið sem var áður á Íslandi. Þær hafi fengið herbergi og smá pening fyrir að sinna störfum á heimilinu. „Ég sé ekkert mikinn mun þarna á,“ segir Saga og hún velti því fyrir sér hvort það væri betra að taka þetta kerfi aftur upp og nútímavæða það. Saga segir þær sem koma frá löndum utan Evrópu þurfa dvalarleyfi og því sé Útlendingastofnun með þær á skrá. Stéttarfélögin fái engar upplýsingar. Það séu aðrar sem komi frá Evrópulöndum en það sé minna vitað um þær því þær þurfi ekki dvalarleyfi. Mikið undir hjá þeim konum sem hingað koma Hún gerir ráð fyrir að konurnar fái einhverjar upplýsingar þegar þær koma til landsins en staðan sé einfaldlega þannig að það sé mikið undir. Þær sendi jafnvel peninginn heim. Þær hafi takmarkað traust á stjórnvöldum. Greint var frá því árið 2022 að dómsmálaráðuneytið væri með það til skoðunar að lögfesta eftirlitsheimild í lögum um útlendinga um úttekt á aðstæðum vistráðinna hér á landi. Lög hafi gert ráð fyrir að aðeins lögregla myndi sinna þessu eftirliti en með lagabreytingunni yrði öðrum aðilum leyft að sinna eftirliti. Dómsmálaráðuneytið tók það til skoðunar í kjölfar þess að upp komst um íslenska fjölskyldu sem hafði filippseyska konu sem au pair en lét hana gista í geymslu með bráðabirgðatjaldi. Auk þess að vinnuframlagið sem farið var fram á hafi verið allt of mikið. Lögunum var svo breytt árið 2023 og ákvæði bætt við lögin þar sem kveðið var á um að Útlendingastofnun væri heimilt að fela sérstökum eftirlitsaðila að hafa eftirlit með vistráðningum, þar með talið að taka út aðstæður á heimili vistfjölskyldu, svo sem með óboðuðu eftirliti, með því að taka viðtöl við hinn vistráðna og vistfjölskyldu og sjá til þess að vistráðningarsamningur sé virtur í hvívetna, m.a. um hámarksvinnuframlag. Saga bendir á að í Noregi sé búið að afnema sérstök dvalarleyfi fyrir vistráðningar í kjölfar nokkurra hneykslismála. Ekki hafi verið að nota kerfið eins og það átti. Saga segir fulla ástæðu fyrir stjórnvöld til að skoða hvort kerfið sé að virka eins og það á að virka hér á landi eins og var gert í Noregi. Vinnumarkaður Innflytjendamál Filippseyjar Börn og uppeldi Bítið ASÍ Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Saga var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni og vísað til þess að nýlega hefur verið fjallað um vistráðningakerfið í tveimur þáttum fréttaskýringaþáttarins Þetta helst á RÚV. Auk þess var nýlega voru frumsýnd þáttaröðin Reservatet á Netflix um au pair frá Filippseyjum sem hverfur. Saga segir verkalýðshreyfinguna ekki hafa mikla aðkomu að málum au pair-a á Íslandi. Þær komi hingað til að vinna en standi utan íslensks vinnumarkaðar og stéttarfélaga. Það sem hún viti um kerfið hafi hún frá persónulegri frásögn einnar, svörum við fyrirspurnum og almennri umræðu á samfélagsmiðlum um það hvernig fólk umgangist kerfið. Miðað við þá umræðu megi áætla að það líðist misnotkun innan kerfisins. „Sérstaklega varðandi vinnutíma. Þær au pair sem koma hingað frá löndum utan Evrópu mega í raun ekki vinna á Íslandi,“ segir Saga. Þær fái dvalarleyfi en au pair se ekki skilgreind sem vinna. Tilgangurinn sé að leyfa ungu fólki að kynnast menningunni eða læra nýtt tungumál og þess vegna sé þetta ekki skilgreint sem vinna. Það sem hún sjái og heyri sé þó að þær séu sannarlega að vinna. Þessar ungu konur séu au pair á einu heimili og jafnvel að þrífa og gæta barna á öðru heimili. Fólk auglýsi eftir aðstoð og spyrji jafnvel fólk hvort þeirra au pair vilji aukavinnu á daginn. Það séu mörg dæmi um það og svo dæmi um að tvær fjölskyldur deildu einni au pair. Þá gisti konan eina viku á einu heimili og aðra vikuna á hinu. Skýr dæmi um að kerfið sé misnotað „Þetta eru allt dæmi um að það sé verið að misnota kerfið,“ segir Saga. Það sé skýrt í reglum að au pair eigi ekki að vinna utan heimilisins og að þær eigi aðeins að sinna léttum heimilisstörfum og barnagæslu. Að hámarki megi þær vinna 30 klukkustundir á viku. Saga segir erfitt að hafa eftirlit með þessu því konurnar séu inni á heimilum fólks. Útlendingastofnun hafi hlutverk og eigi að hafa eftirlit með kjörum þeirra. Þau fylgi eftir ábendingum sem þau fá en oft séu þær nafnlausar og þá geti þau ekki fylgt þeim eftir. „En af því að það er ekkert reglulegt eftirlit þá vitum við að við erum ekkert að sjá nema toppinn á ísjakanum,“ segir Saga. Það sé búið að byggja hér upp umgjörð og reglur á vinnumarkaði sem eigi að tryggja öllu launafólki rétt og vernd en svo standi þetta utan þess. Hún segir að ef það eigi að gera fólki til dæmis frá Filippseyjum að koma hingað til að vinna verði að gera það í gegnum atvinnuleyfakerfið, ekki í gegnum kerfi sem er byggt upp fyrir eitthvað allt annað. Leiti sér ekki aðstoðar Saga segir fulla ástæðu til að áætla að þessar ungu konur hiki við að leita sér aðstoðar sé ekki allt með felldu á heimilinu sem þær vinni á. Það sé ekki hlaupið að því að fá starfsleyfi og líklegra að þeim yrði vísað úr landi. Það sé jafnvel notað gegn þeim. Saga segir hægt að bera þetta kerfi saman við vinnukonukerfið sem var áður á Íslandi. Þær hafi fengið herbergi og smá pening fyrir að sinna störfum á heimilinu. „Ég sé ekkert mikinn mun þarna á,“ segir Saga og hún velti því fyrir sér hvort það væri betra að taka þetta kerfi aftur upp og nútímavæða það. Saga segir þær sem koma frá löndum utan Evrópu þurfa dvalarleyfi og því sé Útlendingastofnun með þær á skrá. Stéttarfélögin fái engar upplýsingar. Það séu aðrar sem komi frá Evrópulöndum en það sé minna vitað um þær því þær þurfi ekki dvalarleyfi. Mikið undir hjá þeim konum sem hingað koma Hún gerir ráð fyrir að konurnar fái einhverjar upplýsingar þegar þær koma til landsins en staðan sé einfaldlega þannig að það sé mikið undir. Þær sendi jafnvel peninginn heim. Þær hafi takmarkað traust á stjórnvöldum. Greint var frá því árið 2022 að dómsmálaráðuneytið væri með það til skoðunar að lögfesta eftirlitsheimild í lögum um útlendinga um úttekt á aðstæðum vistráðinna hér á landi. Lög hafi gert ráð fyrir að aðeins lögregla myndi sinna þessu eftirliti en með lagabreytingunni yrði öðrum aðilum leyft að sinna eftirliti. Dómsmálaráðuneytið tók það til skoðunar í kjölfar þess að upp komst um íslenska fjölskyldu sem hafði filippseyska konu sem au pair en lét hana gista í geymslu með bráðabirgðatjaldi. Auk þess að vinnuframlagið sem farið var fram á hafi verið allt of mikið. Lögunum var svo breytt árið 2023 og ákvæði bætt við lögin þar sem kveðið var á um að Útlendingastofnun væri heimilt að fela sérstökum eftirlitsaðila að hafa eftirlit með vistráðningum, þar með talið að taka út aðstæður á heimili vistfjölskyldu, svo sem með óboðuðu eftirliti, með því að taka viðtöl við hinn vistráðna og vistfjölskyldu og sjá til þess að vistráðningarsamningur sé virtur í hvívetna, m.a. um hámarksvinnuframlag. Saga bendir á að í Noregi sé búið að afnema sérstök dvalarleyfi fyrir vistráðningar í kjölfar nokkurra hneykslismála. Ekki hafi verið að nota kerfið eins og það átti. Saga segir fulla ástæðu fyrir stjórnvöld til að skoða hvort kerfið sé að virka eins og það á að virka hér á landi eins og var gert í Noregi.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Filippseyjar Börn og uppeldi Bítið ASÍ Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent