Innlent

Verði að kunna ís­lensku til að geta hjúkrað

Lovísa Arnardóttir skrifar
Helga Rósa tók við sem formaður félagsins á fimmtudag. 
Helga Rósa tók við sem formaður félagsins á fimmtudag.  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.

Í ályktun félagsins kemur fram að á síðustu þremur árum hafi fjölda starfandi hjúkrunarfræðingum af erlendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent og að í fyrra, 2024, hafi þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa verið veitt hjúkrunarfræðingum af erlendu þjóðerni.

„Gera þarf kröfu við starfsleyfi hjúkrunarfræðinga um kunnáttu í íslensku og þekkingu á viðeigandi lögum og reglugerðum sem eru nauðsynleg til að gera starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi,“ segir í ályktuninni.

Þar er einnig áréttar að tryggja þurfi þessum hjúkrunarfræðingum fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Það hafi verið brotið á erlendum hjúkrunarfræðingum með þessum hætti og það sé óásættanlegt.

Styðja ekki skipulagðar ráðningar

Að lokum segir að félagið styðji hjúkrunarfræðinga sem vilji flytja til Íslands og ráða sig til starfa en ekki formi skipulegra ráðninga. Þá eru yfirvöld og aðrir atvinnurekendur hvattir til þess að fara eftir reglum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og að uppfylla skuldbindingar um siðferðisleg vinnubrögð og jafnan rétt. Með skipulögðum ráðningum sé aðeins verið að flytja mönnunarvanda á milli landa.

Rætt er við nýjan formann um málið í Morgunblaðinu í dag en hún tók við í mars. Þar segir hún þetta ekki aðeins mikilvægt fyrir öryggi sjúklinga en einnig fyrir hjúkrunarfræðinga svo þeir geti staðið vörð um sinn rétt. Hún segir að á Norðurlöndum sé víðast hvar gerð krafa um tungumálakunnáttu fyrir hjúkrunarfræðinga.

Á fundi félagsins var jafnframt samþykkt ályktun þar sem heilbrigðisstofnanir voru hvattar til þess að ljúka við gerð stofnanasamninga fyrir mitt sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×