Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 12:32 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir ekki standa til að forgangsraða selahaldi fram yfir íþróttastarf. Vísir Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR. Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR.
Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“