Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 11:22 Þessi köttur er ekki með neinn kraga en í sameiginlegri yfirlýsingu eru kattaeigendur hvattir til þess að setja kraga á kettina sína. Vísir/Vilhelm Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. „Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
„Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira