Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 14:11 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“ Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20