Óvíst hvar börnin lenda í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 06:31 Húsnæði skólans við Fornhaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur var byggt 1960. Skólanum verður lokað að hluta og börnum komið fyrir annars staðar. Reykjavíkurborg Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.
Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39