Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 12:00 Joaquin Ketlun kveðst hafa sogið í sig þekkingu í heimsókninni til Madrid. Hann segir Thibaut Courtois besta markvörð heimsins í dag. Instagram/@joaketlun1 Hvað var markvörður 2. deildarliðs Víðis í Garði að gera starfandi fyrir spænska stóveldið Real Madrid á dögunum? Við því fengust svör í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni. Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Íslenski boltinn „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Íslenski boltinn Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Fótbolti Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Enski boltinn Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum Íslenski boltinn Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Enski boltinn Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Formúla 1 Dagskráin í dag: Bestu deildir karla og kvenna ásamt Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Gattuso að taka við ítalska landsliðinu Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Í beinni: FHL - Víkingur | Botnslagur fyrir austan Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Segja Andra Lucas til sölu „Erum sjálfum okkur verstir“ „Heilt yfir sterkara liðið og áttum skilið að vinna“ „Meira getur maður ekki beðið um“ Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Forseti Al-Hilal ósáttur við launakröfur: „Við prentum ekki peninga“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 3-2 | Heimamenn í Evrópubaráttu með góðum sigri Njarðvík með öflugan endurkomusigur gegn Þór Blaklandsliðið búið að toppa sinn besta árangur Fjögur rauð spjöld á loft í Lengjudeildinni Meistararnir réttu úr slæmu gengi með góðum sigri Góður endir eftir slaka úrslitakeppni hjá Íslendingaliðinu Brøndby Íslandsmeistarinn með Audda og Steinda: „Hver er sá besti? Það er Elmar“ Heitir Valsmenn fara á toppinn með sigri Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Guðlaugur Victor fær nýjan þjálfara Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Tíu sem gætu stolið senunni á HM 2026 ÍR áfram taplaust á toppnum eftir sigur í Breiðholtsslag Sjá meira
Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni.
Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Íslenski boltinn „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Íslenski boltinn Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Fótbolti Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Enski boltinn Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum Íslenski boltinn Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Enski boltinn Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Formúla 1 Dagskráin í dag: Bestu deildir karla og kvenna ásamt Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Gattuso að taka við ítalska landsliðinu Í beinni: Vestri - KA | Komast Vestramenn aftur á beinu brautina? Í beinni: FHL - Víkingur | Botnslagur fyrir austan Í beinni: Valur - Fram | Valskonur í vanda með ólseigum Frömurum „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Markalaus en öruggur opnunarleikur í Miami Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Segja Andra Lucas til sölu „Erum sjálfum okkur verstir“ „Heilt yfir sterkara liðið og áttum skilið að vinna“ „Meira getur maður ekki beðið um“ Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Forseti Al-Hilal ósáttur við launakröfur: „Við prentum ekki peninga“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 3-2 | Heimamenn í Evrópubaráttu með góðum sigri Njarðvík með öflugan endurkomusigur gegn Þór Blaklandsliðið búið að toppa sinn besta árangur Fjögur rauð spjöld á loft í Lengjudeildinni Meistararnir réttu úr slæmu gengi með góðum sigri Góður endir eftir slaka úrslitakeppni hjá Íslendingaliðinu Brøndby Íslandsmeistarinn með Audda og Steinda: „Hver er sá besti? Það er Elmar“ Heitir Valsmenn fara á toppinn með sigri Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Guðlaugur Victor fær nýjan þjálfara Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Tíu sem gætu stolið senunni á HM 2026 ÍR áfram taplaust á toppnum eftir sigur í Breiðholtsslag Sjá meira