„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 19:01 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. vísir/ívar Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15