Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 11:03 Helena Ólafsdóttir áttar sig ekki á því á hvaða vegferð Valskonur eru á. Vísir/Jón Gautur/S2 Sport Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn