Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 11:03 Helena Ólafsdóttir áttar sig ekki á því á hvaða vegferð Valskonur eru á. Vísir/Jón Gautur/S2 Sport Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó