Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 18:00 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, faðmar Trent Alexander-Arnold eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið á móti Leicester City á dögunum. Getty/Charlotte Wilson Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að ákvörðun Trent Alexander-Arnold um að yfirgefa félagið, hafi ollið honum vonbrigðum. Alexander-Arnold hefur gefið það út að hann fari frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og nær öruggt þykir að hann sé að fara í framhaldinu til spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Alexander-Arnold kom til Liverpool sem ungur strákur og fór upp alla yngri flokka félagsins. Hann kom ungur inn í aðalliðið og hefur spilað stórt hlutverk síðan. Alexander-Arnold hefur nú spilað meira en 350 leiki fyrir félagið. Góð manneskja að yfirgefa okkur „Eins og öllum sem líkar við Liverpool eða eru stuðningsmenn félagsins þá er ég vonsvikinn með það að þurfa að sjá hann fara. Það er ekki bara góð manneskja að yfirgefa okkur heldur einnig mjög góður bakvörður líka,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn um helgina. „Ég hef unnið hjá félögum eins og AZ Alkmaar og Feyenoord en þar hafa leikmenn yfirgefið hópinn á hverju ári. Ég er því vanur þessu. Ég bý yfir reynslu af þessu sem og þetta félag. Þegar svona góður leikmaður fer þá stígur vanalega næsti góði leikmaður inn í staðinn. Ég held að það gerist aftur núna,“ sagði Slot. „Veit ég hvert hann er að fara? Hann hefur ekki sagt neitt um það sjálfur við mig. Það eina sem hann hefur staðfest er að hann sé á förum. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig um hvert hann sé hugsanlega að fara eða hvort það sé lið sem er að fara taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið sjáið samt á brosinu mínu að við vitum öll hvert hann sé að fara,“ sagði Slot. Fær nú neikvæðri umfjöllun Margir stuðningsmenn Liverpool eru mjög ósáttir út í Trent Alexander-Arnold og að hann yfirgefið félagið frítt. „Það að fólk hafi skoðun á brottför leikmanns, hvort sem það er Trent eða einhver annar í hans starfsgrein, þá er það ekkert nýtt. Hann fær nú neikvæðri umfjöllun en hann er vanur en ég er ekki mikið að fylgjast með því. Ég ætla ekki að segja fólki hvernig það eigi að bregðast við,“ sagði Slot. „Ég hef ekki séð Trent í smá tíma því strákarnir fengu nokkurra daga hvíld. Ég ætla bíða og sjá til hvernig honum liður með það að hafa tilkynnt það að hann sé á förum,“ sagði Slot. 'A good human being and a very, very good full-back' ✨Arne Slot was full of praise for Trent Alexander-Arnold as the defender prepares for his final few games as a Liverpool player. pic.twitter.com/Fz9cU4yzdZ— BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Alexander-Arnold hefur gefið það út að hann fari frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og nær öruggt þykir að hann sé að fara í framhaldinu til spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Alexander-Arnold kom til Liverpool sem ungur strákur og fór upp alla yngri flokka félagsins. Hann kom ungur inn í aðalliðið og hefur spilað stórt hlutverk síðan. Alexander-Arnold hefur nú spilað meira en 350 leiki fyrir félagið. Góð manneskja að yfirgefa okkur „Eins og öllum sem líkar við Liverpool eða eru stuðningsmenn félagsins þá er ég vonsvikinn með það að þurfa að sjá hann fara. Það er ekki bara góð manneskja að yfirgefa okkur heldur einnig mjög góður bakvörður líka,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn um helgina. „Ég hef unnið hjá félögum eins og AZ Alkmaar og Feyenoord en þar hafa leikmenn yfirgefið hópinn á hverju ári. Ég er því vanur þessu. Ég bý yfir reynslu af þessu sem og þetta félag. Þegar svona góður leikmaður fer þá stígur vanalega næsti góði leikmaður inn í staðinn. Ég held að það gerist aftur núna,“ sagði Slot. „Veit ég hvert hann er að fara? Hann hefur ekki sagt neitt um það sjálfur við mig. Það eina sem hann hefur staðfest er að hann sé á förum. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig um hvert hann sé hugsanlega að fara eða hvort það sé lið sem er að fara taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið sjáið samt á brosinu mínu að við vitum öll hvert hann sé að fara,“ sagði Slot. Fær nú neikvæðri umfjöllun Margir stuðningsmenn Liverpool eru mjög ósáttir út í Trent Alexander-Arnold og að hann yfirgefið félagið frítt. „Það að fólk hafi skoðun á brottför leikmanns, hvort sem það er Trent eða einhver annar í hans starfsgrein, þá er það ekkert nýtt. Hann fær nú neikvæðri umfjöllun en hann er vanur en ég er ekki mikið að fylgjast með því. Ég ætla ekki að segja fólki hvernig það eigi að bregðast við,“ sagði Slot. „Ég hef ekki séð Trent í smá tíma því strákarnir fengu nokkurra daga hvíld. Ég ætla bíða og sjá til hvernig honum liður með það að hafa tilkynnt það að hann sé á förum,“ sagði Slot. 'A good human being and a very, very good full-back' ✨Arne Slot was full of praise for Trent Alexander-Arnold as the defender prepares for his final few games as a Liverpool player. pic.twitter.com/Fz9cU4yzdZ— BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira