Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 11:00 Pakistanskir rannsakendur safna brraki úr indverskum dróna í Karachi. AP/Fareed Khan Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira