Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 22:45 Stamford Bridge hefur verið heimavöllur Chelsea frá árinu 1905 en það er ekkert pláss á svæðinu til að stækka leikvanginn almennilega enda í miðju íbúðahverfi og rétt við lestarteina. Getty/Liverpool FC Árið 2042 er óralangt í burtu en gæti verið stórt ár fyrr þolinmóða stuðningsmenn, starfsmenn og eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Chelsea spilar á Stamford Bridge leikvanginum en það er löngu ljóst að leikvangurinn stenst ekki lengur samanburð við leikvanga hinna stóru félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur verið því með nýjan leikvang á borðinu í nokkurn tíma en þrátt fyrir það gæti samt verið löng bið í hann. „Ég veit ekki hvort að það verði af þessu því það er svo margt sem stendur í veginum,“ sagði svissneski miðilljarðamæringurinn Hansjörg Wyss við Daily Mail en hann er í eigandahópi Chelsea. Stamford Bridge er í dag bara níundi stærsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar en hann tekur 41 þúsund manns í sæti. Þetta eru 33 þúsund færri sæti en hjá Manchester United sem ætlar líka að stækka við sig á næstu árum. Þetta eru meira að segja níu þúsund færri sæti en hjá b-deildarliði Sunderland. Þegar Todd Boehly og fjárfestingahópur hans tóku yfir Chelsea fyrir þremur árum þá var markmiðið að fá nýjan leikvang á næstu fimmtán til tuttugu árum. Vandamálið er að fá leyfi í London fyrir nýjan leikvang og sá gríðarlegi kostnaður sem fylgir því að byggja leikvang í borginni. Aftonblaðið fjallar um þetta. „Ég held að allir átti sig á því að félag sem er eins stórt og Chelsea verður að vera með leikvang í takt við stærð félagsins,“ sagði Todd Boehly þá en nú eru uppi áhyggjur innan félagsins að það sé mögulega langur tími í nýjan leikvang. Nýi leikvangurinn átti að taka sextíu þúsund manns í sæti og kosta yfir fjögur hundruð milljarða króna árið 2022 en sá kostnaður hefur nú rokið upp úr öllu valdi. Samkvæmt frétt Daily Mail þá gæti Chelsea þurft að bíða til ársins 2042 eftir nýjum leikvangi. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Chelsea spilar á Stamford Bridge leikvanginum en það er löngu ljóst að leikvangurinn stenst ekki lengur samanburð við leikvanga hinna stóru félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur verið því með nýjan leikvang á borðinu í nokkurn tíma en þrátt fyrir það gæti samt verið löng bið í hann. „Ég veit ekki hvort að það verði af þessu því það er svo margt sem stendur í veginum,“ sagði svissneski miðilljarðamæringurinn Hansjörg Wyss við Daily Mail en hann er í eigandahópi Chelsea. Stamford Bridge er í dag bara níundi stærsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar en hann tekur 41 þúsund manns í sæti. Þetta eru 33 þúsund færri sæti en hjá Manchester United sem ætlar líka að stækka við sig á næstu árum. Þetta eru meira að segja níu þúsund færri sæti en hjá b-deildarliði Sunderland. Þegar Todd Boehly og fjárfestingahópur hans tóku yfir Chelsea fyrir þremur árum þá var markmiðið að fá nýjan leikvang á næstu fimmtán til tuttugu árum. Vandamálið er að fá leyfi í London fyrir nýjan leikvang og sá gríðarlegi kostnaður sem fylgir því að byggja leikvang í borginni. Aftonblaðið fjallar um þetta. „Ég held að allir átti sig á því að félag sem er eins stórt og Chelsea verður að vera með leikvang í takt við stærð félagsins,“ sagði Todd Boehly þá en nú eru uppi áhyggjur innan félagsins að það sé mögulega langur tími í nýjan leikvang. Nýi leikvangurinn átti að taka sextíu þúsund manns í sæti og kosta yfir fjögur hundruð milljarða króna árið 2022 en sá kostnaður hefur nú rokið upp úr öllu valdi. Samkvæmt frétt Daily Mail þá gæti Chelsea þurft að bíða til ársins 2042 eftir nýjum leikvangi.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira