Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:02 Hanna Katrín Friðriksson, matvælaráðherra, er búin að fá skýrslu starfshópsins og þarf nú að taka ákvörðu um framtíð hvalveiða. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust. Í dag var viðamikil skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða birt í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar í fyrra með það fyrir augum að skýrslan yrði grundvöllur að framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Starfshópnum var ekki gert að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag veiðanna heldur var honum falið að greina lögfræðileg álitaefni þriggja sviðsmynda; Að veiðar verði bannaðar til frambúðar Að veiðar verði takmarkaðar Eða að veiðum verði haldið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur skannað skýrsluna en þó ekki gefist ráðrúm til að lúslesa hana. Hún hyggst byggja ákvörðun sína um framtíðarfyrirkomulag hvalveiða á skýrslunni. „Markmiðið er að á haustmánuðum leggi ég fram frumvarp til laga varðandi þessi mál,“ segir Hanna Katrín. Hún var spurð í hvaða átt hún hallaði; af eða á. „Ég held það sé alveg ljóst að það þarf breytingar á núgildandi lögum, kostirnir eru þessir; að halda áfram óbreytt, sem er ekki inni í myndinni hjá mér, að herða skilyrðin eða bókstaflega finna leiðir til að banna hvalveiðar en þetta þarf að byggja á ítarlegum gögnum og rökum því þetta er ákveðið inngrip auðvitað,“ segir ráðherra. Í skýrslunni eru reifað þau lögfræðilegu álitaefni sem varða þá leið að banna hvalveiðar alfarið. Bent er á að þegar stjórnarskrárvernduð atvinnuréttindi eru séu afnumin til frambúðar megi eftir atvikum leggja það að jöfnu við eignarnám. Í stjórnarskrá segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Skilyrðið sé þó matskennt en í því felist að einhvers konar samfélagslegir hagsmunir verði að búa að baki, en ekki persónulegir hagsmunir fárra. Þá segir í skýrslunni að ríkar kröfur séu gerðar um að meðalhófs og jafnræðis sé gætt ef setja eigi atvinnufrelsi skorður vegna almannahagsmuna. Loks þurfi huga að réttmætum væntingum leyfishafa um áframhaldandi atvinnustarfsemi en hingað til hefur Hvalur hf., sem er eini aðilinn sem hefur fengið leyfi til veiða á stórhvelum, verið gefið leyfi til fimm ára frá og með árinu 2009 ef frá er talið leyfið sem gefið var út árið 2024. Af þeim rökum segja skýrsluhöfundar að halda megi því fram að væntingar Hvals hf. geti ekki staðið til annars en að halda leyfinu í að minnsta kosti fimm ár. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55 Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02 Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Í dag var viðamikil skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða birt í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar í fyrra með það fyrir augum að skýrslan yrði grundvöllur að framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Starfshópnum var ekki gert að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag veiðanna heldur var honum falið að greina lögfræðileg álitaefni þriggja sviðsmynda; Að veiðar verði bannaðar til frambúðar Að veiðar verði takmarkaðar Eða að veiðum verði haldið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur skannað skýrsluna en þó ekki gefist ráðrúm til að lúslesa hana. Hún hyggst byggja ákvörðun sína um framtíðarfyrirkomulag hvalveiða á skýrslunni. „Markmiðið er að á haustmánuðum leggi ég fram frumvarp til laga varðandi þessi mál,“ segir Hanna Katrín. Hún var spurð í hvaða átt hún hallaði; af eða á. „Ég held það sé alveg ljóst að það þarf breytingar á núgildandi lögum, kostirnir eru þessir; að halda áfram óbreytt, sem er ekki inni í myndinni hjá mér, að herða skilyrðin eða bókstaflega finna leiðir til að banna hvalveiðar en þetta þarf að byggja á ítarlegum gögnum og rökum því þetta er ákveðið inngrip auðvitað,“ segir ráðherra. Í skýrslunni eru reifað þau lögfræðilegu álitaefni sem varða þá leið að banna hvalveiðar alfarið. Bent er á að þegar stjórnarskrárvernduð atvinnuréttindi eru séu afnumin til frambúðar megi eftir atvikum leggja það að jöfnu við eignarnám. Í stjórnarskrá segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Skilyrðið sé þó matskennt en í því felist að einhvers konar samfélagslegir hagsmunir verði að búa að baki, en ekki persónulegir hagsmunir fárra. Þá segir í skýrslunni að ríkar kröfur séu gerðar um að meðalhófs og jafnræðis sé gætt ef setja eigi atvinnufrelsi skorður vegna almannahagsmuna. Loks þurfi huga að réttmætum væntingum leyfishafa um áframhaldandi atvinnustarfsemi en hingað til hefur Hvalur hf., sem er eini aðilinn sem hefur fengið leyfi til veiða á stórhvelum, verið gefið leyfi til fimm ára frá og með árinu 2009 ef frá er talið leyfið sem gefið var út árið 2024. Af þeim rökum segja skýrsluhöfundar að halda megi því fram að væntingar Hvals hf. geti ekki staðið til annars en að halda leyfinu í að minnsta kosti fimm ár.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55 Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02 Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55
Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34