Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 08:41 Friedrich Merz var þungur á brún þegar hann yfirgaf þingsalinn í morgun. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49
Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06
Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32