Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 23:58 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins notaði óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis til að spyrjast fyrir um það hvaðan eigi að sækja viðbótaraflaheimildir fyrir strandveiðitímabilið í sumar. „Það hafa verið haldnar ótal ræður, settar fram fyrirspurnir og annað af þingmönnum sem vilja glöggva sig á því hvaðan hæstvirtur ráðherra ætlar sér að sækja þær viðbótaraflaheimildir sem blasir við að nauðsynlegar eru til að standa við gefin loforð um 48 daga til strandveiða þetta sumarið,“ sagði Bergþór. Sjálfur hafi hann reiknað með því að einhverjar upplýsingar myndu birtast fyrir miðnætti í gær sunnudag. Ekki sé hægt að koma sér hjá því mikið lengur að svara því hvernig eigi að útfæra strandveiðina í sumar. „Þannig að ég vil bara spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvenær megum við þingmenn eiga von á því að ráðherrann upplýsi um það hvert ráðherrann ætlar sér að sækja viðbótaraflaheimildir og hvaða leiðir er hæstvirtur ráðherra að skoða í þessum efnum?“ Útfærslur til skoðunar Hanna Katrín sagðist þurfa að hryggja Bergþór með því að það sé ekki enn komið að því að hún geti lagt öll spil á borðið. „Vegna þess að nú höfum við til skoðunar tillögu frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar sem við settum í reglugerð og hvernig við munum framfylgja þeim.“ „Það er annað, við erum líka að skoða hvar við getum aukið í. Það eru ákveðnar leiðir sem við höfum færar. Ég hef svo sem rætt það hér áður, það er að færa til með sumargotssíldina fram fyrir tímabilið, það er að hliðra til hinum og þessum heimildum sem við höfum.“ Ljóst að aukningin nái ekki að mæta magninu Hins vegar sé alveg ljóst að sú aukning nái ekki nema ákveðið langt upp í það að mæta því viðbótarveiðimagni sem líklegt er að 48 daga strandveiðitímabil gefi. Þess vegna þurfi að setja átak í eftirlit með strandveiðunum til að tryggja að þær girðingar sem verða settar með reglugerðinni nái sínum markmiðum. Ljóst er að óheftar strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Gróft plan á næstu dögum Hanna Katrín segir að verið sé að vinna málið vel og fólk í ráðuneytinu sé að fara yfir tillögur Fiskistofu. Á næstu dögum held ég að mér sé óhætt að segja að ég hafi gróft plan tilbúið um hvernig við mætum þessu. „Eftir sem áður get ég staðfest það, og ég hef svo sem gert það frá því að við byrjuðum þetta samtal, að það stendur ekki til að fara inn í stóra pottinn,ef svo má segja, þær áhyggjur sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ítrekað lýst yfir og ég hef jafn oft sagt: Það verður ekki gert,“ seir Hanna Katrín. Bergþór þakkaði fyrir svarið og kvaðst hann bíða spenntur til vikuloka. Sjávarútvegur Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Strandveiðar Tengdar fréttir Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins notaði óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis til að spyrjast fyrir um það hvaðan eigi að sækja viðbótaraflaheimildir fyrir strandveiðitímabilið í sumar. „Það hafa verið haldnar ótal ræður, settar fram fyrirspurnir og annað af þingmönnum sem vilja glöggva sig á því hvaðan hæstvirtur ráðherra ætlar sér að sækja þær viðbótaraflaheimildir sem blasir við að nauðsynlegar eru til að standa við gefin loforð um 48 daga til strandveiða þetta sumarið,“ sagði Bergþór. Sjálfur hafi hann reiknað með því að einhverjar upplýsingar myndu birtast fyrir miðnætti í gær sunnudag. Ekki sé hægt að koma sér hjá því mikið lengur að svara því hvernig eigi að útfæra strandveiðina í sumar. „Þannig að ég vil bara spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvenær megum við þingmenn eiga von á því að ráðherrann upplýsi um það hvert ráðherrann ætlar sér að sækja viðbótaraflaheimildir og hvaða leiðir er hæstvirtur ráðherra að skoða í þessum efnum?“ Útfærslur til skoðunar Hanna Katrín sagðist þurfa að hryggja Bergþór með því að það sé ekki enn komið að því að hún geti lagt öll spil á borðið. „Vegna þess að nú höfum við til skoðunar tillögu frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar sem við settum í reglugerð og hvernig við munum framfylgja þeim.“ „Það er annað, við erum líka að skoða hvar við getum aukið í. Það eru ákveðnar leiðir sem við höfum færar. Ég hef svo sem rætt það hér áður, það er að færa til með sumargotssíldina fram fyrir tímabilið, það er að hliðra til hinum og þessum heimildum sem við höfum.“ Ljóst að aukningin nái ekki að mæta magninu Hins vegar sé alveg ljóst að sú aukning nái ekki nema ákveðið langt upp í það að mæta því viðbótarveiðimagni sem líklegt er að 48 daga strandveiðitímabil gefi. Þess vegna þurfi að setja átak í eftirlit með strandveiðunum til að tryggja að þær girðingar sem verða settar með reglugerðinni nái sínum markmiðum. Ljóst er að óheftar strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Gróft plan á næstu dögum Hanna Katrín segir að verið sé að vinna málið vel og fólk í ráðuneytinu sé að fara yfir tillögur Fiskistofu. Á næstu dögum held ég að mér sé óhætt að segja að ég hafi gróft plan tilbúið um hvernig við mætum þessu. „Eftir sem áður get ég staðfest það, og ég hef svo sem gert það frá því að við byrjuðum þetta samtal, að það stendur ekki til að fara inn í stóra pottinn,ef svo má segja, þær áhyggjur sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ítrekað lýst yfir og ég hef jafn oft sagt: Það verður ekki gert,“ seir Hanna Katrín. Bergþór þakkaði fyrir svarið og kvaðst hann bíða spenntur til vikuloka.
Sjávarútvegur Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Byggðamál Strandveiðar Tengdar fréttir Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54
Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. 26. apríl 2025 12:03
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?