Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 21:58 Ný stjórn Ungra umhverfissinna. Ungir Umhverfissinnar Ungir umhverfissinnar kusu nýja stjórn á aðalfundi félagsins sem fór fram í Bragganum 3. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum. Ný stjórn er eftirfarandi: Forseti: Laura Sólveig Lefort Scheefer Varaforseti: Snorri Hallgrímsson Gjaldkeri: Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir Fræðslufulltrúi: Julien Nayet-Pelletier Hringrásafulltrúi:Antonia Hamann Loftslagsfulltrúi: Ida Karólína Harris Náttúruverndarfulltrúi: Jóhanna Malen Skúladóttir Samskiptafulltrúi: Esther Jónsdóttir Um nýjan forseta segir eftirfarandi í tilkynningunni: „Laura Sólveig Lefort Scheefer tekur við embætti forseta af Snorra Hallgrímssyni. Hún gegndi áður stöðu hringrásarfulltrúa Ungra umhverfissinna og hefur víðtæka reynslu af teymisstjórn og félagastarfi, m.a. sem formaður Femínistafélagsins í MH, teymisstjóri hjá AIESEC, stjórnarmaður í AFS á Íslandi og sem forseti hringrásarnefndar UU. Hún hefur lokið háskólagráðu í umhverfisfræði, vinnur sem verkefnastjóri í sjálfbærni hjá fasteignafélaginu Heimar, hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúruverndar og hringrásarhagkerfis og farið fyrir hönd Ungra umhverfissinna einn af fulltrúum Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29.“ Fjölmörg verkefni afstaðin á liðnu ári „Á líðandi starfsári óx félagið áfram og telur nú tæplega 1700 félaga. Sýnileiki okkar og vægi í almennri umræðu var mikið og komum við fram í fjölmiðlum 46 sinnum á starfsárinu - að meðaltali nánast í hverri viku! Einnig voru haldnir 20 viðburðir og unnin rúmlega 50 blaðsíðna umsagnarskrif við alls kyns frumvörp og aðra opinbera texta. Ráðist var í fjölmörg verkefni sem skiluðu miklum árangri og má þar nefna sem dæmi:“ Kraftmikil þátttaka á COP16, ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika Sþ. í Cali, Kólumbíu, í október 2024, og COP29, loftslagsráðstefnu Sþ. í Baku, Aserbaídsjan, í nóvember 2024. COP Reykjavík - hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða. Þar var efnt til pallborðsumræðna með fulltrúum allra þingflokka og unnið að tengingu málefna beggja ráðstefna (COP16 og COP29). Verkefnið var eitt fjölda stórglæsilegra verkefna sem hlutu styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Önnur útgáfa af Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar 2024, unnin á rúmum fjórum vikum eftir óvænt þingrof. Verkefninu er ætlað að upplýsa almenning og veita stjórnmálaflokkum aðhald með því að gera kvarða sem metur umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka. Ákall um bann við sjókvíaeldi, unnið í samstarfi við önnur samtök sem vakið hefur mikla athygli. Útgáfa Spírur - ungar raddir í umhverfismálum, þar sem birtar eru 30 sögur úr ritlistakeppni barna á grunnskólaaldri um allt land, Ungir rithöfundar fyrir umhverfið, sem félagið hélt síðastliðið haust. Verkefnið hlaut einnig styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Auk þess má nefna regluleg greina- og umsagnaskrif, fundi með ráðherrum og fjölda erinda og viðburða (sjá ítarlega umfjöllun í ársskýrslu 2024-25 hér). „Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, þ.á.m. þrjú verkefni sem hlutu nýlega styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2025, og fleiri hugmyndir að verkefnum sem ný stjórn mun framkvæma af mikilli ástríðu. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig, stolt af árangri líðandi starfsárs, og nýkjörin stjórn tekur við keflinu með mikilli tilhlökkun. Við munum halda ótrauð áfram okkar baráttu fyrir náttúruvernd, loftslagsaðgerðum og lífvænlegri framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir,“ segir í tilkynningu félagsins. Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum. Ný stjórn er eftirfarandi: Forseti: Laura Sólveig Lefort Scheefer Varaforseti: Snorri Hallgrímsson Gjaldkeri: Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir Fræðslufulltrúi: Julien Nayet-Pelletier Hringrásafulltrúi:Antonia Hamann Loftslagsfulltrúi: Ida Karólína Harris Náttúruverndarfulltrúi: Jóhanna Malen Skúladóttir Samskiptafulltrúi: Esther Jónsdóttir Um nýjan forseta segir eftirfarandi í tilkynningunni: „Laura Sólveig Lefort Scheefer tekur við embætti forseta af Snorra Hallgrímssyni. Hún gegndi áður stöðu hringrásarfulltrúa Ungra umhverfissinna og hefur víðtæka reynslu af teymisstjórn og félagastarfi, m.a. sem formaður Femínistafélagsins í MH, teymisstjóri hjá AIESEC, stjórnarmaður í AFS á Íslandi og sem forseti hringrásarnefndar UU. Hún hefur lokið háskólagráðu í umhverfisfræði, vinnur sem verkefnastjóri í sjálfbærni hjá fasteignafélaginu Heimar, hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúruverndar og hringrásarhagkerfis og farið fyrir hönd Ungra umhverfissinna einn af fulltrúum Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29.“ Fjölmörg verkefni afstaðin á liðnu ári „Á líðandi starfsári óx félagið áfram og telur nú tæplega 1700 félaga. Sýnileiki okkar og vægi í almennri umræðu var mikið og komum við fram í fjölmiðlum 46 sinnum á starfsárinu - að meðaltali nánast í hverri viku! Einnig voru haldnir 20 viðburðir og unnin rúmlega 50 blaðsíðna umsagnarskrif við alls kyns frumvörp og aðra opinbera texta. Ráðist var í fjölmörg verkefni sem skiluðu miklum árangri og má þar nefna sem dæmi:“ Kraftmikil þátttaka á COP16, ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika Sþ. í Cali, Kólumbíu, í október 2024, og COP29, loftslagsráðstefnu Sþ. í Baku, Aserbaídsjan, í nóvember 2024. COP Reykjavík - hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða. Þar var efnt til pallborðsumræðna með fulltrúum allra þingflokka og unnið að tengingu málefna beggja ráðstefna (COP16 og COP29). Verkefnið var eitt fjölda stórglæsilegra verkefna sem hlutu styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Önnur útgáfa af Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar 2024, unnin á rúmum fjórum vikum eftir óvænt þingrof. Verkefninu er ætlað að upplýsa almenning og veita stjórnmálaflokkum aðhald með því að gera kvarða sem metur umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka. Ákall um bann við sjókvíaeldi, unnið í samstarfi við önnur samtök sem vakið hefur mikla athygli. Útgáfa Spírur - ungar raddir í umhverfismálum, þar sem birtar eru 30 sögur úr ritlistakeppni barna á grunnskólaaldri um allt land, Ungir rithöfundar fyrir umhverfið, sem félagið hélt síðastliðið haust. Verkefnið hlaut einnig styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Auk þess má nefna regluleg greina- og umsagnaskrif, fundi með ráðherrum og fjölda erinda og viðburða (sjá ítarlega umfjöllun í ársskýrslu 2024-25 hér). „Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, þ.á.m. þrjú verkefni sem hlutu nýlega styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2025, og fleiri hugmyndir að verkefnum sem ný stjórn mun framkvæma af mikilli ástríðu. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig, stolt af árangri líðandi starfsárs, og nýkjörin stjórn tekur við keflinu með mikilli tilhlökkun. Við munum halda ótrauð áfram okkar baráttu fyrir náttúruvernd, loftslagsaðgerðum og lífvænlegri framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir,“ segir í tilkynningu félagsins.
Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira