Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 14:05 Miklar skemmdir urðu á heimilum fólks eftir jarðskjálftana 17. júní 2000 og aftur eftir skjálftann aðfaranótt 21. júní. Halldór Kolbeins „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu.
Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira