„Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2025 13:34 Bryndís og Jón Baldvin telja málið allt hið ömurlegasta, og segja skilning stjórnvalda engan. Vísir/Anton Brink Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi. „Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37
Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33