Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 09:33 Jóhann Páll Jóhannsson úmhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gengur hér inn á fund ríkisstjórnar. Vísir/Anton Brink Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira